All Posts By

Guðrún Bachmann

Dómarablað fyrir keppni ársins

By | Fréttir | No Comments

Nú styttist óðum í keppni ársins en hún verður haldin laugardaginn 11.nóvember. Lið keppast nú við að undirbúa sig, safna gögnum og gera rannsóknir. Því er rétt að athuga hvað dómarar koma til með að skoða. Hér má sjá skjal sem dómarar keppninnar munu fylgja. Gangi ykkur öllum vel! 

Við minnum á fésbókarhóp leiðbeinenda auk þess sem leiðbeinendum og öðrum er bent á að hafa samband við Birgi á birgira[hjá]hi.is  eða Hjörvar á hjorvar[hjá]hi.is eða í síma: 525-4207 ef eitthvað er óljóst.

Keppnisbrautin í ár

By | Fréttir | No Comments

Líkt og áður hefur komið fram er þema keppninnar í ár VATN (HydroDynamics). Nú styttist verulega í að verkefni keppninnar verði gerð opinber en það verður gert þann 29.ágúst. Ástæða þess að verkefnin eru opinberuð á sama tíma alls staðar er svo allir keppendur sitji við sama borð og enginn hafi forskot þegar kemur að því að leysa þrautirnar. 

Nú hafa vonandi öll keppnislið fengið sínar brautir í hendur og geta því byrjað að setja hana saman til að vera tilbúin þegar verkefnið verður kynnt. Hér má sjá hvernig brautin lítur út í ár en sama snið er á keppnisborðinu um allan heim. 

Ástæða er til að minna á fésbókarhóp leiðbeinanda þar sem leiðbeinendur geta skipst á skilaboðum um gang æfinga. Eins er vert að minna á tengiliði keppninnar sem nálgast má með því að smella hér.