Fjölbreytt afþreying fyrir fjölskylduna í Háskólabíói

Published by Guðrún Bachmann on

Nú eru 18 dagar til keppni í FirstLegoLeague en blásið verður til veislu í Háskólabíói þann 11.nóvember n.k.  Á milli 12 og 16 á keppnisdaginn sjálfan verða dyr Háskólabíós opnaðar almenningi og blásið verður til fjölskylduhátíðar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Líkt og áður hefur komið fram er þema keppninnar í ár HydroDynamics eða Vatn og því mun Háskólabíó fyllast af fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast á einhvern hátt vatni. Meðal þeirra sem unu bjóða upp á afþreyingu verða: 

-Landsvirkjun

-Nemendur í næringarfræði við Háskóla Íslands

-Nemendur í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands

Krumma

Team Spark

Auk þess verður Vísindasmiðjan vinsæla opin hvar gestir og gangandi geta fræðst um óravíddir vísindanna. Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir. 

Categories: Fréttir