Dagskrá í Háskólabíói; Hvað verður um að vera?

Published by Guðrún Bachmann on

Dagskrá FirstLegoLeague 2017

 

8:00-9:00 Háskólabíó verður opnað. Keppendur og leiðbeinendur fá gögn.
9:00-9:20 Opnun og setning keppninnar í stóra sal.
9:25 1-2 og LEGÓ

Keppni hefst

11:30-12:30 Hádegishressing
12:30-15:30.
Opið hús: Eitthvað fyrir alla

Eftir hádegi verður opið hús, þá gefst gestum og gangandi kostur á að fylgjast með spennandi keppni og kynna sér fjölbreytta dagskrá í anddyri Háskólabíós.
Þar verður margt í boði fyrir alla fjölskylduna, meðal annars verður VATN þar til umfjöllunar með lifandi og áþreifanlegum hætti; vatnið umhverfis okkur, lífið sem í því býr og vatnið innra með okkur. Landsvirkjun, nemendur í næringarfræði við Háskóla Íslands, nemendur í Umhverfis- og auðlindafræði og fleiri verða á staðnum og kynna sína hlið vatnsins.

 

KRUMMA býður að vanda gestum að spreyta sig á skemmtilegum þrautum og Team Spark verður á staðnum með kappakstursbíl ársins.

 

Vísindasmiðjan vinsæla verður opin með tilraunir, tæki og tól fyrir alla fjölskylduna.

Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir.

15:00-15:45 Dagskrá í stóra sal

Keppninni slitið og verðlaunaafhending

 

 

15:45 FirstLegoLeague árið 2017 lokið
   
Categories: Fréttir