Lifandi dýr koma í fylgd Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Sandgerði

Published by Guðrún Bachmann on

Líkt og áður hefur komið fram verður blásið til fjölskylduveislu í Háskólabíói samhliða keppni í FirstLegoLeague. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Sandgerði hefur boðað komu sína og má reikna með miklu fjöri í kringum þau. 

Þar sem Rannsóknarsetrið sérhæfir sig í rannsóknum á fuglum og sjávardýrum má reikna með því að með þeim í för verði lifandi dýr sem verði til sýnis fyrir gesti.

 Líkt og sjá má á þessari mynd hafa krabbar og sjávardýr iðulega vakið hrifningu og gleði ungra gesta. 

Categories: Fréttir