Nöfn keppenda
Mikilvægt er að skrá upplýsingar um liðið. Biðjum leiðbeinendur vinsamlegast að skrá keppendur rafrænt fyrir 6. október nk. Prentuð verða viðurkenningarskjöl og bolir verða sérpantaðir. Vinsamlegast athugið því að upplýsingar séu rétt slegnar inn. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
– Nafn liðs, nafn skóla, full nöfn allra keppenda og full nöfn leiðbeinenda.
– Bolastærð hvers keppanda og leiðbeinenda. Um er að ræða fullorðinsstærðir.
– Ef um einhver fæðuofnæmi er að ræða.

Dómarablöð

Dómarar keppninnar fara eftir fyrirfram ákveðnum matsblöðum. Hér má sjá hvað dómarar hafa til grundvallar í rannsóknarverkefninu.

 

Finna má leiðbeiningarmyndband á youtube.com en með því að leita á netinu má finna keppendur um heim allan spreyta sig á FirstLegoLeague-þrautinni.