Nöfn keppenda
Mikilvægt er að skrá upplýsingar um liðið. Biðjum leiðbeinendur vinsamlegast að skrá keppendur rafrænt fyrir 6. október nk. Prentuð verða viðurkenningarskjöl og bolir verða sérpantaðir. Vinsamlegast athugið því að upplýsingar séu rétt slegnar inn. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
– Nafn liðs, nafn skóla, full nöfn allra keppenda og full nöfn leiðbeinenda.
– Bolastærð hvers keppanda og leiðbeinenda. Um er að ræða fullorðinsstærðir.
– Ef um einhver fæðuofnæmi er að ræða.

Gisting
Keppendur utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið skólagistingu í Hagaskóla án endurgjalds. Gistingin væri í skólastofu með salernisaðstöðu á ganginum. Dýnur verða ekki til staðar. Hagaskóli er í göngufjarlægð frá Háskólabíói. Nauðsynlegt er að ábyrgðarmaður eldri en 18 ára fylgi hverjum hópi í gistingu. Rafræn skráning er bindandi og lýkur 6. október. Taka skal fram hvort óskað er eftir gistingu í eina eða tvær nætur (aðfaranótt laugardags og/eða aðfaranótt sunnudags).

Þraut ársins má finna hér.

Dómarablöð

Dómarar keppninnar fara eftir fyrirfram ákveðnum matsblöðum. Hér má sjá hvað dómarar hafa til grundvallar í rannsóknarverkefninu.

 

Finna má leiðbeiningarmyndband á youtube.com en með því að leita á netinu má finna keppendur um heim allan spreyta sig á FirstLegoLeague-þrautinni.