FLL

FIRST® LEGO® League (FLL) keppnin árið 2017 verður haldin laugardaginn 11. nóvember 2017.

Þemað er Hydro Dynamics!

Hér má sjá dagskrá keppnisdagsins.

Út á hvað gengur keppnin?
Keppendur eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 keppendur og a.m.k. einn fullorðinn leiðbeinandi. Athugið að leiðbeinendur geta verið foreldrar og/eða starfsfólk skólans. Öll lið fá senda þrautabraut í upphafi skólaárs til að undirbúa sig þar sem unnið er með nýtt viðfangsefni á hverju ári.

Laugardaginn 11. nóvember 2017 hittast keppnisliðin í Háskólabíói og keppa sín á milli í þraut ársins.

Í undirbúningi keppninnar læra nemendur  að beita stærðfræði og vísindum til að leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguð vinnubrögð við öflun heimilda, úrvinnslu gagna og skýrslugerð. Einnig læra nemendur að vinna sem liðsheild og að kynna verkefni fyrir áhorfendum. Ekki má gleyma því að félagsskapurinn og skemmtunin sem felst í því að leysa verkefni í hóp er veganesti fyrir lífið. Að þessu leyti eru allir þátttakendur keppninnar sigurvegarar.

Nauðsynlegur útbúnaður vegna keppninnar er Mindstorms Educations sett og tilheyrandi hugbúnaður (fæst hjá Krummawww.krumma.is).

Þátttökugjald
Þátttökugjald er 40.000 kr. á lið. Innifalið í gjaldinu er þrautin ásamt dagskrá á keppnisdag. Skólar sem taka þátt í fyrsta skipti geta fengið senda eldri útgáfu af þrautabrautinni til æfingar að kostnaðarlausu – hér gildir einnig reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Nánari upplýsingar gefur Birgir U. Ásgeirsson: birgira@hi.is