was successfully added to your cart.

All Posts By

hline

FIRST LEGO League á Íslandi 2017

By | Fréttir | No Comments
FLL

Hydro Dynamics er þemað í ár.

FIRST LEGO League keppnin árið 2017 verður haldin 11. nóvember í Háskólabíói. Markmiðið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni.

Uppselt er orðið í keppnina og tekur flottur hópur ungs fólks þátt. Þemað í ár er Vatn en þrautinar sem nemendur eiga að leysa verða kynntar þann 29.ágúst.

Fullskipað í keppnina

By | Fréttir | No Comments

Gaman er að segja frá því að nú er fullskipað í keppnina 31.janúar n.k.

20 lið hafa skráð sig til keppni!

Við bjóðum

Foldaskóla 1
Foldaskóla 2
Hvolsskóla
Brúarásskóla 1
Brúarásskóla 2
Grunnskóla Hornafjarðar 1
Grunnskóla Hornafjarðar 2
Grunnskóla Hornafjarðar 3
Grunnskólann á Eskifirði
Flúðaskóla
Lækjaskóla
Stóru Vogaskóla
Austurbæjarskóla
Lundarskóla
Grunnskóla Reyðarfjarðar
Naustaskóla
Grunnskólann á Fáskrúðsfirði
Breiðholtsskóla
Tjarnarskóla
Seyðisfjarðarskóla
og Flóaskóla

velkomna til leiks. Hlökkum til að sjá ykkur í janúar.

Lærdómsrík ferð til Spánar

By | Fréttir | No Comments

Liðið 0 % englar er komið heim eftir lærdómsríka keppnisferð til Spánar. Ferðin gekk vel og komu allir sáttir heim. Kynningarnar hjá stúlkunum gengu vel, þær fengu góðar umsagnir og voru tilnefndar til tveggja verðlauna, Team Spirit og Gracious Professionalism. Í brautinni gekk stúlkunum ekki alveg eins vel en þær enduðu í 83. sæti af 96 liðum.

Stúlkurnar segjast vera reynslunni ríkari og eru að vinna í því að setja saman myndband til að hjálpa öðrum liðum sem fara út að keppa fyrir Íslands hönd.

Við óskum stúlkunum innilega til hamingju með flottan árangur í keppninni.

 

0% englar sigruðu First Lego League 2013

By | Fréttir | No Comments

 

0% Englar

0% englar sigruðu tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanema, FIRST LEGO League 2013.

Liðið var skipað sjö stúlkum úr Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði og hafa þær því tryggt sér þátttökurétt á Evrópumóti FIRST LEGO League á Spáni í vor.

Alls tóku um 140 grunnskólanemar  víðsvegar að af landinu þátt í keppninni sem var æsispennandi.  Þema keppninnar að þessu sinni var náttúruöfl.

Einnig voru veitt verðlaun í eftirfarandi flokkum:

Besta skemmtiatriðið: El Grilló frá Seyðisfjarðarskóla

Besta liðsheildin: Krapaflóð frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Besta dagbókin: Hnjúkarnir frá Grunnskóla Hornafjarðar

Besta lausn í vélmennakappleik: 0% englar frá Brúarásskóla

Besta hönnun og forritun vélmennis: Bakkabræður frá Breiðholtsskóla

Besta rannsóknaverkefnið: Molten frá Naustaskóla á Akureyri

Lego keppnin er á laugardaginn

By | Fréttir | No Comments

 

HVAR VERÐUR ÞÚ Á LAUGARDAGINN?

Allt leikur á reiðiskjálfi í Háskólabíói laugardaginn 1. febrúar þegar FIRST LEGO  hönnunarkeppni grunnskólanema fer fram.  SPRENGJU KATA kynnir keppnina.

SPRENGJUGENGIÐ fer hamförum á milli kl. 11:30 og 13:30 og  SIRKUS ÍSLAND skemmtir kl. 15:10. VÍSINDASMIÐJAN VERÐUR OPIN á milli kl. 11:30 og 13:30.

Keppnin nær hámarki á milli 13 og 16.  Sjá dagskrá

FRÁBÆR DAGUR FYRIR ALLA FJÖSKYLDUNA

ALLIR VELKOMNIR

 Verið tilbúin til að takast á við náttúruöflin!

 

FIRST LEGO League 2014 – Náttúruöfl

By | Fréttir | No Comments

FIRST LEGO League keppnin árið 2014 verður haldin 1.febrúar 2014.

Þemað í ár er Náttúruöfl (Nature’s Fury).

Markmið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni.

Keppendur eru á aldrinu 9-16 ára. Í hverju liði eru 6-10 börn og a.m.k. einn fullorðinn liðsstjóri. Öll lið fá senda þrautabraut átta vikum fyrir keppni til að undirbúa sig, en unnið er með nýtt viðfangsefni á hverju ári. Athugið að leiðbeinendur
geta verið foreldrar og/eða starfsfólk skólans. Allir leiðbeinendur fá afhenta handbók ásamt því að boðið verður upp á sérstakt leiðbeinendanámskeið.

Keppnin felst í eftirfarandi þáttum:

Hönnun og forritun á vélmenni úr tölvustýrðu LEGO til að leysa þrautir í þrautabraut, vísindalegri rannsókn, dagbók og skemmtiatriði.
Nemendur læra að beita stærðfræði og vísindum til að leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguð vinnubrögð við öflun heimilda, úrvinnslu ganga og skýrslugerð.
Einnig læranemendur að vinna sem liðsheild og að kynna verkefni frammi fyrir áheyrendum.
Ekki má gleyma því að félagsskapurinn og skemmtunin sem felst í því að leysa verkefni í hóp, er veganesti fyrir lífið.

Að þessu leyti eru allir þátttakendur sigurvegarar keppninnar.

Nauðsynlegur útbúnaður vegna keppninnar er Mindstorms Educations sett og tilheyrandi hugbúnaður (fæst hjá Krumma). Eins þarf að greiða þátttökugjald. Kostnaði við keppnina er haldið í lágmarki og er nær öll vinna unnin í sjálfboðavinnu. Verið er að afla upplýsinga um verð og munu nánari upplýsingar berast til þeirra sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni.

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt, vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á firstlego@hi.is. Skráningarfrestur er 1.nóvember.

Að lokum viljum við benda á nokkur fræðandi og skemmtileg myndbönd og heimasíður tengdar keppninni

 

Senior Solutions 2012

By | Upplýsingar | No Comments

Nú er komið að því að birta gögn fyrir keppnina Senior Solutions 2012.

FLL Senior Solutions 2012 (á ensku)

Von er á þýðingu á þrautabrautinni og rannsóknarverkefninu innan skamms.

Vinsamlegast munið að aðeins 10 keppendur mega vera í hverju liði.

Hér má sjá video af þrautabrautinni þar sem Scott Evans hönnuður brautarinnar útskýrir þrautina. Þrautabraut

Hér má finna uppfærðar upplýsingar um þrautabrautina. Uppfærðar upplýsingar

Hér er hægt að nálgast þjálfarahandbókina (á ensku). Þjálfarahandbók

Ef einhverjar spurningar koma upp varðandi keppnina þá er hægt að senda tölvupóst á;
Rúnar Unnþórsson yfirdómara runson@hi.is

Einnig er hægt að hafa samband við FLL beint.
fllrobotgame@usfirst.org  – vegna spurninga fyrir þrautabraut
fllprojects@usfirst.org – vegna spurninga fyrir rannsóknarverkefni

Senior Solutions 2012

By | Fréttir | No Comments

Áskorunin að þessu sinni fyrir FLL tengist eldri borgurum. Áskorunin í heild sinni verður birt í lok ágúst mánaðar. Keppnin verður haldin laugardaginn 19.janúar 2013 og skráningarfresti líkur 1.nóvember 2012.

Góður árangur í First Lego league keppninni

By | Fréttir | No Comments

Sigurlið FLL tækni- og hönnunarkeppninnar „The Glaciers“, lið Grunnskóla Hornafjarðar kom á dögunum heim úr mikilli ævintýraferð til Þýskalands. Liðið tók þátt í opna First Lego league Evrópumótinu sem haldið var í  Mannheim dagana 6. til 9. júní.  68 lið frá 35 löndum  tóku þátt í mótinu og endaði liðið í 30. sæti. Hópurinn vakti hvarvetna athygli og hélt merki Íslands hátt á lofti.  Allir gerðu sitt besta og komu heim reynslunni ríkari.

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hefur umsjón með First Lego keppninni á Íslandi í samstarfi við Nýherja, Verkfræðingafélag Íslands, Samtök iðnaðarins og Matís.