Ákvörðun stiga

 • Til að lágmarka ágreining um hvað gerðist í keppni ÞÁ ER STIGAGJÖFIN ÁKVÖRÐUÐ*  AÐ KEPPPNI LOKINNI MEÐ ÞVÍ AÐ SKOÐA ÁSTAND VALLARINS Á ÞEIM TÍMA EINGÖNGU.

*Dómari skoðar vandlega ástand vallar í lok keppni til að skoða ástand og staðsetningu hluta.

 • Þetta hefur í för með sér að engin stig fást fyrir leyst verkefni sem vélmenni eyðileggur áður en keppni lýkur, það er þess vegna sem dómari afturkallar ”ólöglegar” útkomur þegar þær verða.

“Innan” (Skilgreining)

 • A er “innan” svæðis B ef einhverhluti A er yfir svæði B.
 • Bein snerting skiptir ekki máli.
 • Hlutir í íláti eru dæmdir hver fyrir sig og óháð ílátinu.
 • Ef erfitt er að skera úr um staðsetningu hlutar þá njótið þið vafans.

Innan útskýringarmynd

“Á” (Skilgreining)

A er “á” B ef annað hvort gildir:

 • 100% af þyngd A fer í gegnum B.
 • Alla hluti sem beina þyngd A að B er hægt að fjarlægja án þess að A detti (dómari sannreynir eða metur).

Á útskýringarmynd

“Snertir” (Skilgreining)

A “snertir” B ef A er í beinni tengingu við B.

Snertir útskýringarmynd

Að njóta vafans

 • Þið njótið vafans ef aðstæður eru þannig að erfitt er að meta þær eins og þegar:

– Um sekúndubrot eða hársbreidd er að ræða.

– Aðstæður eru þannig að meta má á báða vegu vegna ruglandi leiðbeininga, ósamræmis í leiðbeiningum eða leiðbeiningar vantar.

– Einhver annar en höfundur þrautarinnar heldur því fram að hann þekki “tilgang” kröfu eða takmörkunar.

Ef þið eruð ósammála dómara þá getið þið á kurteislegan hátt viðrað efasemdir ykkar og dómarinn kallar á yfirdómara sem tekur endanlega ákvörðun.

Þessi regla er ekki skipun til dómara um að vera slakir í dómgæslu, heldur gefur þeim leyfi til að taka ákvarðanir sem eru ykkur í hag þegar það er réttmætt.

Eftir keppnina

 • Að hverri keppni lokinni þurfa dómarar tíma til að einbeita sér og skrá ástand vallarins. Enginn má því snerta nokkurn hlut.
 • Að lokum mun dómari leyfa að völlur sé settur upp að nýju.