Ákveðið var af alþjóðlegu samtökunum First Lego League (FLL) að þemað fyrir keppnina í ár væri “Lausnir fyrir eldriborgara” (e. Senior Solutions). Eldri borgari er einstaklingur sem er 60 ára eða eldri, samkvæmt First Lego League. Keppninni er skipt niður í eftirfarandi hluta:
– Þrautabraut
– Forritun
– Rannsóknarverkefni
– Dagbók

Svo má ekki gleyma skemmtiatriði sem liðin koma til með að sýna á keppnisdaginn og verða þau metin líka.

Í þrautabrautinni leysa liðin ýmis verkefni sem eldri borgarar þurfa að leysa í lífinu. Þetta eru fyrirfrram ákveðin verkefni og þarf að forrita vélmenni til þess að leysa þau og safna stigum, hérna má sjá myndband af hönnuði brautarinn fara í gegnum verkefnin Myndband af þrautabrautinni.

Hér að neðan eru gögn og upplýsingar um keppnina:

FLL Senior Solutions 2012 – Leiðarvísirinn.
Uppfærðar upplýsingar – Hérna má finna uppfærðar upplýsingar um þrautabrautina. Þetta er mikilvægt að skoða til þess að sjá uppfærslur/breytingar á þrautabrautinni.
Þjálfarahandbók – Hér er hægt að nálgast þjálfarahandbókina.

Ef einhverjar spurningar koma upp varðandi keppnina þá er hægt að senda tölvupóst á;
Rúnar Unnþórsson yfirdómara runson@hi.is

Einnig er hægt að hafa samband við FLL beint.
fllrobotgame@usfirst.org  – vegna spurninga fyrir þrautabraut
fllprojects@usfirst.org – vegna spurninga fyrir rannsóknarverkefni