Í upphafi skólaárs

Námskeið fyrir leiðbeinendur

Námskeið fyrir leiðbeinendur er haldið í ágúst ár hvert og fer fram í Vísindasmiðju Háskóla Íslands sem staðsett er í Háskólabíói.

Námskeið 2018:

Á heimasíðu Vísindasmiðjunnar má finna gagnlegar upplýsingar um keppnina í ár (Into Orbit). 

Við hvetjum ykkur til að skoða leiðbeiningar myndbönd frá First Lego League á Youtube þar sem farið er yfir þrautir fyrir keppnina 2018

Og með því að leita á netinu má finna keppendur um heim allan spreyta sig á FirstLegoLeague-þrautinni.

 

Fyrir keppnina

Nöfn keppenda

Mikilvægt er að skrá upplýsingar um liðið. leiðbeinendur þurfa að senda inn upplýsingar um sitt til (rafrænt)að lágamrki fjórum vikum fyrir keppnisdag

Skráning þessi er nýtt við undirbúning á keppninni, gerð viðurkenningarskjala, innkaup á hádegismat fyrir þátttakendur of fleira.

Gangið því úr skugga um að upplýsingar séu rétt slegnar inn.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  •  Nafn liðs, nafn skóla, full nöfn allra keppenda og full nöfn leiðbeinenda.
  • Ef um einhver fæðuofnæmi er að ræða.

Dómarablöð

Dómarar keppninnar fara eftir fyrirfram ákveðnum matsblöðum.

Hér má sjá hvað dómarar hafa til grundvallar í rannsóknarverkefninu.