FIRST® LEGO® League (FLL) keppnin árið 2018 

verður haldin laugardaginn 10. nóvember í Háskólabíó. 

FYLGIST MEÐ KEPPNINNI Í BEINNI ÚTSENDINGU

Þemað í ár er “Á Sporbraut” ( e. Into Orbit).

20 lið úr grunnskólum landsins keppa!

Kynnar á keppninni í ár Katrín Lilja Sigurðardóttir (Sprengju-Kata) og Jón Örn Guðbjartsson

Sævar Helgi Bragason (Stjörnu Sævar) fræðir gesti um heima og geima

Keppin byrjar klukkan 09:00 og klukkan 12:30 opnar húsið fyrir almenning. Allir eru því hjartanlega velkomnir að fylgast með keppninni og verður sannkallað geimstuð í boði fyrir gesti og gangandi:

Vísindasmiðjan, sem einnig er til húsa í Háskólabíói, verður með opið hús 12.30-16.00- Geimþema og smiðjur!

Í anddyri Háskólabíós:
– upplifðu nútímann og fortíðina í geimferðum
– ferðalög um geiminn í sýndarveruleika (VR)
– geimföndur fyrir þau yngstu
– Krumma verður á svæðinu með kynningar á Lego og forritun o.fl.
– taktu mynd af þér í geimnum?: myndakassi verður á staðnum

og fleira og fleira…..

 

Smellið hér til að skoða dagskrárbæklinginn