First Lego League eða FLL er afrakstur samstarfs milli FIRST® og LEGO® Group. Árið 1998 tóku Dean Kamen, stofnandi FIRST og Kjeld Kirk Kristiensen frá LEGO® Group saman höndum og stofnuðu FIRST LEGO keppnina, öflugt námskeið sem býður börnum upp á gáskafullt en innihaldsríkt nám um leið og þeim er hjálpað til að uppgötva þá skemmtun sem hafa má af vísindum og tækni.

Hingað til hefur FLL tekist að ná til meira en 100.000 barna í 45 löndum víða um heim.

Keppnin hefur verið haldin af Háskóla Íslands síðan árið 2005.

Takmark keppninnar
„Að umbreyta menningu okkar með því að skapa heim þar sem vísindi og tækni eru í hávegum höfð og þar sem ungt fólk lætur sig dreyma um að skara fram úr á þeim sviðum.“ –  Dean Kamen, stofnandi FIRST.

Tilgangur
Tilgangur FIRST og FIRST LEGO League keppninnar er að blása ungu fólki í brjóst löngun til að skara fram úr á sviði tækni og vísinda. Með þátttöku fræðara er því boðið að taka þátt í spennandi verkefnum, sem skapa færni í vísindum, verkfræði og tækni, örva nýsköpun og byggja upp lífsleiknihæfileika eins og sjálfstraust, samskiptahæfni og forystuhæfileika.

Viðhorf
Allir eru sigurvegarar. FIRST LEGO League keppninni er ætlað að upphefja árangur. Allir mótast af þeirri reynslu. Dómarar læra af keppendum, leiðbeinendur læra af liðssveitum og við lok hvers verkefnis þyrstir nemendurna í meiri fróðleik.

Hugmyndafræði
Að nemendur læri að vinna saman og taki þátt í nýsköpun og framleiðslu á einhvers konar tæki sem leysi þarfir sem eru samfélaginu nauðsynlegar.
Til þess að lausnin sé sem best heppnuð þurfa eftirfarandi þættir að vera í lagi:

 • Að hugmyndin gangi upp
 • Hugmyndafræðin sé gagnsæ og þátttakendur geti útskýrt hvernig tæknin virkar og sýnt þannig djúpan skilning á viðfangsefninu
 • Lausnin sé aðlaðandi og skemmtileg
 • Lausnarferlið reyni á ólíka hæfni þátttakenda, þannig að allir hafi hlutverki að gegna (allir geta eitthvað, enginn getur allt) og hjálpi þátttakendum að mynda sterka heild þar sem allir þurfa að vinna í þágu heildarinnar

Verkefnin
Á hverju ári takast liðssveitir í FLL á við ævintýralega Áskorun, viðfangsefni úr raunheimi nútímans. Verkefni liðanna, sem hafa hvert sinn þjálfara og njóta aðstoðar fræðara, eru:

 • að rannsaka og leysa raunverulegt vandamál sem byggir á þema Áskorunarinnar
 • að kynna rannsóknir sínar og lausnir
 • að smíða sjálfvirkt vélmenni með verkfræðilegum aðferðum
 • að skrá skrá niður ferli verkefnisins og kynna það

Með hinni árlegu Áskorun vill FLL:

 • hvetja börn til að hugsa eins og vísindamenn og verkfræðingar
 • bjóða upp á skemmtilegt og skapandi verklegt nám
 • kenna börnum að gera tilraunir og sigrast á hindrunum
 • byggja upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust
 • hvetja til þátttöku á sviði tækni og vísinda

FLL býður sérhverju barni möguleika til þátttöku, óháð áhugasviði þess. FLL hvetur börnin til að prófa og kanna hugsun og nálgunaraðferðir vísindagreinanna, sína hvert ár, og jafnvel útvíkka þær eða gjörbreyta þeim, hvort sem er með sköpun, tækni eða rannsóknum.