FIRST LEGO League á Íslandi 2016

FIRST LEGO League keppnin árið 2016 verður haldin 12. nóvember. Markmiðið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni.

Skráning hefst mánudaginn 14. mars 2016 og fer fram á rafrænu skráningarformi.

Skráningarfrestur rennur út 13. maí nk.

Síðast gátu færri tekið þátt en vildu og við minnum á að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Posted in Fréttir | Comments Off on FIRST LEGO League á Íslandi 2016

Þakkir frá FLL

Við þökkum fyrir frábæra keppni s.l. laugardag. Dagurinn hófst á því að Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra settu keppnina í stóra salnum í Háskólabíói. Hófst svo keppnin í nær til öllum sölum Háskólabíós þar sem ótrúlegt var að fylgjast með frumlegum og skemmtilegum lausnum þátttakenda.
Síðar um daginn opnaði Vísindasmiðja Háskóla Íslands, gestum bauðst að búa til vindmyllur, kynna sér LEGO Mindstorms og fylgjast með Sprengju-Kötu.
Yfir 20 lið skráðu sig til keppni en verðlaunað var fyrir:
Liðsheild - Sigurvegarar: Obi Wan Legobi frá Flúðaskóla
Rannsóknarverkefni - Sigurvegarar: LWA frá Naustaskóla
Vélmannakappleik - Sigurvegarar: : LegoFásk frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Hönnun og forritun - Sigurvegarar: Trashmasters frá Grunnskóla Reyðarfjarðar
Drekarnir frá Vopnafjarðarskóla urðu svo FLL meistarar en þeim gékk einstaklega vel í öllum þrautum. Þetta var í fyrsta sinn sem þau tóku þátt. Með sigrinum öðluðust þau þátttökurétt á alþjóðlegri FIRST LEGO keppni.
Óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Endilega myndirnar frá keppninni á Fésbókarsíðu okkar https://www.facebook.com/FLLaIslandi/
Posted in Fréttir | Comments Off on Þakkir frá FLL

Nú styttist í keppni – Dagskrá og dagurinn

FIRST LEGO League

#FIRSTlegoiceland
Laugardaginn 14. nóvember kl. 9 til 16
Háskólabíó
Allir velkomnir 

Nú er komið að því sem hátt í 200 nemendur um land allt og leiðbeinendur hafa verið að undirbúa sig fyrir. Allt er að verða tilbúið í höfuðborginni og getum við varla beðið eftir laugardeginum.

Endilega verið dugleg að taka myndir af undirbúningi ykkar á lokasprettinum og á daginn sjálfan, og setjið á Fésbókarsíðu keppninnar.

Nánari upplýsingar má svo finna á viðburðarsíðu keppninnar á Fésbókinni.

 

Förum aðeins yfir dagskrá dagsins.

 

Hér eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:

Keppendur og leiðbeinendur eiga að mæta milli klukkan 08:00 og 08:30 í Háskólabíói.
Gengið er inn um aðalinngang norðan megin en ekki bíóinngang.

Klukkan 08:30 verður svo leiðbeinendafundur en á slaginu kl 9 hefst dagskráin í Stóra salnum.

Dagskrá í almennu rými:

Fjölmargt verður í boði fyrir gesti og gangandi; leikir, þrautir, tilraunir og smiðjur.

 • Vindmyllusmiðja verður á staðnum frá kl 11 til 15
 • Team Spark verður með rafknúinn kappakstursbíl
 • Sprengju-Kata verður með efnafræðitilraunir  kl 11- 14.30
 • Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður opin kl 11 til 16
 • Krumma verður með Green City Challenge
 • Sorpa verður með skemmtilega fræðslu um ábyrgðarfulla sorpumhirðu

Allir gestir geta síðan auðvitað horft á vélmennakappleikinn í Stóra sal.

Nánar um dagskrá keppninnar

Posted in Fréttir | Comments Off on Nú styttist í keppni – Dagskrá og dagurinn

Skráning hafin fyrir næstu keppni FIRST LEGO League

FIRST® LEGO® League (FLL) keppnin árið 2015 verður haldin laugardaginn 14. nóvember 2015.

Þriðjudaginn 9. júní hefst skráning í FIRST LEGO League (FLL) keppnina sem haldin verður laugardag 14. nóvember  2015. Markmiðið er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni. Síðast tóku um 170 börn þátt, alls staðar að á landinu.

Vinsamlegast athugið!

Í þetta sinn verður keppnin haldin í nóvember í stað janúar. Þetta er gert til þess að laga okkur að norrænum leikreglum keppninnar því við erum komin í samstarf við FIRST LEGO League Scandinavia. Þetta norræna samstarf er m.a. hugsað til þess að auðvelda vinningsliðum keppninnar hérlendis að taka þátt í keppni með öðrum Norðurlandaþjóðum.

Skráning hófst þriðjudaginn 9. júní 2015 og fer fram á rafrænu skráningarformi hér. Skráningarfrestur rennur út 20. ágúst nk. Síðast gátu færri tekið þátt en vildu og við minnum á að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Út á hvað gengur keppnin?
Keppendur eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 börn og a.m.k. einn fullorðinn liðsstjóri. Athugið að liðsstjórar geta verið foreldrar og/eða starfsfólk skólans. Öll lið fá senda þrautabraut í upphafi skólaárs til að undirbúa sig þar sem unnið er með nýtt viðfangsefni á hverju ári.

Laugardaginn 14. nóvember 2015 hittast keppnisliðin í Háskólabíói og keppa sín á milli í þraut ársins.

Í undirbúningi keppninnar læra nemendur  að beita stærðfræði og vísindum til að leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguð vinnubrögð við öflun heimilda, úrvinnslu gagna og skýrslugerð. Einnig læra nemendur að vinna sem liðsheild og að kynna verkefni fyrir áhorfendum. Ekki má gleyma því að félagsskapurinn og skemmtunin sem felst í því að leysa verkefni í hóp er veganesti fyrir lífið. Að þessu leyti eru allir þátttakendur keppninnar sigurvegarar.

Nauðsynlegur útbúnaður vegna keppninnar er Mindstorms Educations sett og tilheyrandi hugbúnaður (fæst hjá Krumma, www.krumma.is).

Þátttökugjald
Þátttökugjald er 40.000 kr. á lið. Innifalið í gjaldinu er þrautin ásamt dagskrá á keppnisdag. Skólar sem taka þátt í fyrsta skipti geta fengið senda eldri útgáfu af þrautabrautinni til æfingar að kostnaðarlausu – hér gildir einnig reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Nánari upplýsingar gefur Birgir U. Ásgeirsson: birgira@hi.is

Posted in Fréttir | Comments Off on Skráning hafin fyrir næstu keppni FIRST LEGO League

Ævintýraferð sigurvegara FIRST LEGO league 2014 til St. Louis

Við fengum senda þessa skemmtilegu frétt sem kom fram í skólablaði sigurvegara FIRST LEGO league 2014.
Þegar heim var komið frá Reykjavík í byrjun febrúar, með verðlaunabikara og boð um að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Lego sem haldin var í St. Louis, Missouri Bandaríkjunum, þurfti að setjast niður og ákveða næstu skref. Þetta kom sannarlega allt skemmtilega á óvart. En stórhuga nemendahópur með samstilltan hóp foreldra á bak við sig tók þá ákvörðun í samráði við liðstjórann og kennara hópsins Guðrúnu Lindu Hilmarsdóttur að bretta upp ermar og takast á við þetta ævintýri sem hópnum stóð til boða að taka þátt í. Nú tók við tími þrotlausra æfinga en ekki síður bréfaskrifta og hringinga, sem foreldrar tóku að sér því kostnaður er mikill við svona langt ferðalag og sækja þurfti víða eftir styrkjum. Er skemmst frá því að segja að fjöldi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana tóku góðfúslega undir styrkbeiðnir og lögðu verkefninu lið. Erum við öll þeim afar þakklát fyrir. Án þessa liðsstyrks hefði ferðin aldrei verið farin. Einn liður í fjáröflun var kaffihúsadagur sem keppnisliðið hélt ásamt foreldrum sínum. Þar buðu þau upp á kaffi og kræsingar og sýndu gestum verkefnið sitt um leið. Þótti þessi dagur takast mjög vel.
Við lögðum af stað til Keflavíkur um klukkan 9 að kvöldi 19. apríl í 17 manna bíl. Við keyrðum alla nóttina og vorum komin um klukkan 6 um morguninn. Við byrjuðum á því að fá okkur morgunmat. Eftir það fórum við í sund í Keflavík en flugið okkar var ekki fyrr en seinnipartinn. Eftir sundið fengum við okkur að borða á KFC. Þegar við lentum í Newark, eftir sex tíma flug var klukkan sjö um kvöld að staðartíma. Við gistum þarna eina nótt á ágætu hóteli. Daginn eftir flugum við í ca. þrjá klukkutíma til St. Louis og vorum lent þar klukkan tólf á hádegi að staðartíma. Þaðan fórum við upp á hótel, skiluðum dótinu okkar, fengum okkur göngutúr í nágrenninu og enduðum á því að fá okkur að borða á McDonalds. Dagskráin var mjög stíf, hófst kl. 7:00 alla morgna og stóð fram á kvöld.
Þegar við komum á keppnisstaðinn fyrsta daginn, á miðvikudeginum, byrjuðum við á því að setja upp básinn okkar. Hvert lið var með einn bás og þar átti að kynna liðið sitt, landið og rannsóknarverkefnið. Eftir að básinn var orðinn klár skiptum við okkur niður í hópa, þrír til fjórir voru í básnum og hinir skoðuðu bása annarra keppenda. Á fimmtudeginum sýndum við dómurum verkefnið okkar, kynntum rannsóknarverkefnið, hönnunina á róbótnum og plakatið. Þetta gekk allt frekar vel. Það var samt dálítið erfitt að þurfa að segja frá öllu á ensku. Þann dag kepptum við líka þrjá æfingaleiki í róbótnum og þar gekk okkur ágætlega og skilaði okkur í 75. sæti af 105 keppendum. Á föstudeginum fór róbótakeppnin hins vegar fram, þar kepptum við þrjá róbótaleiki og þar gekk ekki eins vel og enduðum við í 95. sæti í keppninni. Á laugardeginum voru veittar viðurkenningar og liðin áttu að taka niður básana sína. Seinni part dagsins og um kvöldið var lokaathöfn með verðlaunaafhendingu og skemmtiatriðum.
Við tókum okkur einn aukadag og notuðum sunnudaginn, síðasta daginn í St. Louis til að skoða okkur aðeins um í borginni. Við fórum upp í The Gateway Arch sem er gríðarhár bogi og hægt er að taka lyftu upp á toppinn. Þaðan má sjá gullfallegt útsýni yfir alla borgina. Svo fórum við í minjagripabúðirnar fyrir neðan, röltum aðeins um bæinn og tókum svo lest og strætó í garðinn (Forest Park) þar sem við nutum góða veðursins og skoðuðum okkur um. St. Louis er skemmtileg borg og þar er margt hægt að sjá.

Um leið og keppnin okkar fór fram fóru fram aðrar keppnir í St. Louis þar sem keppt var með róbóta af ýmsum stærðum og gerðum. Þessi ferð var mjög skemmtileg og lærdómsrík. Flestir hóparnir voru að koma í þriðja, eða jafnvel fjórða sinn til að taka þátt í keppninni þannig að við gátum verið ánægð með okkar frammistöðu þar sem við vorum að reyna þetta í fyrsta sinn. Við erum þakklát öllum þeim sem styrktu okkur til þessarar farar. Við viljum ennig þakka fararstjórunum okkar fyrir samfylgdina.
The Gateway Arch

			
Posted in Fréttir | Comments Off on Ævintýraferð sigurvegara FIRST LEGO league 2014 til St. Louis

Takk fyrir keppnina!

Við viljum þakka keppendum, þátttakendum, bakhjörlum og öllum sem mættu fyrir frábæran dag.

Við látum þetta skemmtilega myndband frá Silent fylgja hér með, vonandi sjáum við sem flesta á næstu keppni.

Posted in Fréttir | Comments Off on Takk fyrir keppnina!

Myndir frá undirbúningi

Nú fer að styttast í First Lego League keppnina 2015. Við hvetjum keppendur til þess að gefa okkur innlit í undirbúninginn með því að taka myndir og myndbönd, merkja þær með #FirstLegoIceland á Instagram og á Facebook (Munið að hafa þær public). Einnig er hægt að senda okkur myndir á firstlego@hi.is.

 

 

 

Posted in Fréttir | Comments Off on Myndir frá undirbúningi

Fullskipað í keppnina

Gaman er að segja frá því að nú er fullskipað í keppnina 31.janúar n.k.

20 lið hafa skráð sig til keppni!

Við bjóðum

Foldaskóla 1
Foldaskóla 2
Hvolsskóla
Brúarásskóla 1
Brúarásskóla 2
Grunnskóla Hornafjarðar 1
Grunnskóla Hornafjarðar 2
Grunnskóla Hornafjarðar 3
Grunnskólann á Eskifirði
Flúðaskóla
Lækjaskóla
Stóru Vogaskóla
Austurbæjarskóla
Lundarskóla
Grunnskóla Reyðarfjarðar
Naustaskóla
Grunnskólann á Fáskrúðsfirði
Breiðholtsskóla
Tjarnarskóla
Seyðisfjarðarskóla
og Flóaskóla

velkomna til leiks. Hlökkum til að sjá ykkur í janúar.

Posted in Fréttir | Comments Off on Fullskipað í keppnina