Eldri keppnir

First Lego League 2023 var haldin laugardaginn 11.nóvember 2023 í Háskólabíó.

16 lið úr grunnskólum landsins kepptu!

 

Íslandsmeistarar First Lego League 2023
Sigurvegarar: Ragga's Angels (Garðaskóli)

2.-3.sæti : DODICI- (Vopnafjarðarskóli), VR Masters (Landakotsskóli)

Besta Liðsheild
Sigurvegarar: Þræðirnir (Brúarásskóli)
2-3 sæti: Mathsters (Landakotsskóli), DODICI- (Vopnafjarðarskóli)

Besta Nýsköpunarverkefnið
Sigurvegarar: El Grilló (Seyðisfjarðarskóli)
2.-3.sæti: VR Masters (Landakotsskóli), Ragga's Angels (Garðaskóli)

Besta hönnun og forritun á vélmenni
Sigurvegarar: Ragga's Angels (Garðaskóli)
2.-3.sæti: DODICI- (Vopnafjarðarskóli), SUBUWU (Háaleitisskóli)

Vélmennakappleikur
Sigurvegarar: Ragga's Angels (Garðaskóli)
2.-3.sæti: DODICI- (Vopnafjarðarskóli), VR Masters (Landakotsskóli)

 

Keppnin byrjaði klukkan 09:30 og klukkan 12:30 opnaði húsið fyrir almenningi. Keppninni var streymt hér að neðan allan tímann!

Heildardagskrá - FLL 2023

https://vimeo.com/event/3859712/embed

Þema ársins 2023 er MASTERPIECE (MEISTARAVERK)

Notaðu ímyndunaraflið til að endurhugsa listheiminn!

Í MASTERPIECE℠ áskoruninni munu FIRST LEGO League liðin kanna listheiminn; hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað - þá munu þau beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan.

Áskoranir vélmennakappleiksins:

Super Powered

First Lego League 2022 var haldin laugardaginn 19.nóvember 2022 í Háskólabíó.

Streymt var frá keppninni hér á síðunni kl.9.30-15.40 og á Facebook síðu keppninnar.

DAGSKRÁ keppninnar og allar helstu upplýsingar

Keppnin stóð yfir frá kl. 9:30 til 15:40, og opnaði húsið almenningi frá kl.12.30.
Kynnir var Katrín Lilja Sigurðardóttir, Sprengju-Kata og var vélmennakappleiknum streymt á netinu með lifandi lýsingu allan daginn.

Viðburðir í stóra anddyri Háskólabíós:

  • Básakynningar keppnisliða
  • Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður opin með tæki, tól og tilraunir
  • Team Spark kappakstursbíllinn
  • Myndavélakassi

15 lið alls staðar að af landinu kepptu

Þema ársins var SUPERPOWERED (OFURKRAFTAR)

Í SUPERPOWERED℠ áskoruninni kanna FIRST LEGO League liðin hvaðan orka kemur og hvernig henni er dreift, hvernig hún er geymd og notuð - þá leggja þau til sína ofurkrafta og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar við að koma með hugmyndir að betri framtíð í orkumálum.

First Lego League 2021 var haldin rafræn sökum Covid-19 samkomutakmarkanna og var streymt laugardaginn 5. febrúar 2022 kl.15, sem framlag Háskóla Íslands á rafrænni UT-messu.

https://livestream.com/hi/legokeppnin2022/simulcast

Þema ársins var VÖRUFLUTNINGAR (e. Cargo Connect) 

"Samfélag okkar reiðir sig daglega á flutninga á allskonar vörum. Eftir því sem samfélagið stækkar og eftirspurnin eykstmun álag á vöruflutningakerfin aukast. Við þurfum  finna nýjar leiðir eða endurbæta núverandi kerfi til  tryggja öryggi vöruflutningagæði og væntingar viðskiptavina. Hvernig geta nýjar vélar, ný tækni eða verklag hjálpað okkur að draga úr álagai og vandamálum við vöruflutninga?"  

First Lego League meistarar 2021:  Dodici frá Vopnafjarðarskóla  

Besta liðsheildin:  Dodici frá Vopnafjarðarskóla 

Besta rannsóknarverkefnið: Bananarnir frá Landakotsskóla 

Forritun og hönnun vélmennis:  Garðálfar frá Garðaskóla

Vélmennakappleikur: Garðálfar frá Garðaskóla

Liðin sem kepptu voru:

Brúarásskóli – Gellurnar að austan

Egilsstaðaskóli – Sveitalubbar

Garðaskóli - Garðálfar

Grunnskóli Hornafjarðar – Ískubbarnir

Grunnskóli Hornafjarðar – Jöklarnir

Grunnskólinn Hellu – SpaceY

Landakotsskóli – Bananarnir

Naustaskóli – Nerd Alert!

Vogaskóli – The Einsteins

Vopnafjarðarskóli – Dodici

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Dodici, sigurliðið í DV:

Ungmenni frá Vopnafirði eru fulltrúar Íslands í risastórri Lego-keppni - fundu töff orð fyrir tólf

Hér fyrir neðan er skemmtilegt myndbandsviðtal við Dodici, sem Háskóli Íslands tók við þau við undirbúning fyrir Skandinavísku Lego-keppnina 2021:

Yfirlit yfir þema ársins og vélmennakappaleik má sjá á myndböndunum hér fyrir neðan:

First Lego League Ísland 2020 var aflýst í kjölfar samkomutakmarkanna vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

24 lið voru skráð.

Þema ársins 2020 var REPLAY

"Vertu leikbreytir! (e. game changer)

Þú komst ekki á völlinn einungis til að spila leikinn. Þú komst til að endurskilgreina og umturna leiknum og breyta því hvernig leikurinn er spilaður. Þinn tími er kominn.

Nú er tími til kominn til að breyta því hvernig við leikum og hreyfum okkur.

Það er kominn tími til að gerast leikbreytir!"

FIRST LEGO League 2019 var haldin laugardaginn 9. nóvember í Háskólabíói. 

Hægt var að fylgjast með opnunarhátíð, vélmennakappleiknum og verðlaunaafhendingu í beinni útsendingu á LIVESTREAM

Þemað var  BORGARHÖNNUN (e. city shaper)

"Ef það væri í þínum höndum að byggja betri heim, hvernig yrði hann?

Sjaldan hefur þörfin verið jafnmikil fyrir nýsköpun og að við leysum vandamál í sameiningu. Í FLL gefst þér tækifæri á að verða hluti af blómstrandi samfélagi fullu af innblæstri , sköpun og von um sterkari og sjálfbærari framtíð – samfélagi sem byggir betur saman."

Dagskrá keppninnar og allar helstu upplýsingar

First Lego League meistarar:  Garðálfarnir í Garðaskóla í Garðabæ

Besta liðsheildin:  Garðálfarnir í Garðaskóla í Garðabæ

Besta rannsóknarverkefnið:  The Einsteins frá Vogaskóla í Reykjavík

Forritun og hönnun vélmennis:  Citycyborgs frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ

Vélmennakappleikur:  Legolads frá Lundarskóla á Akureyri

FIRST LEGO League 2018 var haldin laugardaginn 10. nóvember í Háskólabíói. 

Hægt var að fylgjast með opnunarhátíð, vélmennakappleiknum og verðlaunaafhendingu í beinni útsendingu á LIVESTREAM

Þemað var "Á SPORBRAUT" ( e. Into Orbit).

Dagskrá keppninnar og allar helstu upplýsingar

First Lego League meistarar:  Myllarnir frá Myllubakkaskóla

Vélmennakapphlaupið: Myllarnir úr Myllubakkaskóla

Besta liðsheildin: Galaxia Paradizo úr Grunnskóla Hornafjarðar

Besta rannsóknaverkefnið: Gravity úr Garðaskóla í Garðabæ

Besta hönnun og forritun vélmennis: Oxygen úr Grunnskóla Hornafjarðar

FIRST LEGO League 2017 var haldin laugardaginn 11. nóvember í Háskólabíói.

Þemað var HYDRO DYNAMICS.

First Lego League meistarar:  Fil­ippo Ber­io úr Garðaskóla í Garðabæ.

Sigurvegarar í vélmennakapphlaupi: Myllarnir frá Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ

Besta liðsheildin: Legoboys frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ

Besta rannsóknaverkefnið: El Grilló frá Seyðisfjarðarskóla

Besta hönnun og forritun vélmennis: Filippo Berio úr Garðaskóla í Garðabæ

Sigurvegararnir tóku þátt í Norðurlandamóti First Lego League í Osló, Noregi.

FIRST LEGO League 2016 var haldin laugardaginn 12. nóvember í Háskólabíói.

Þemað var "Samstarf manna og dýra" (e. ANIMAL ALLIES).

 

First Lego League meistarar:  Myllarnir frá Myllubakkaskóla

Besta hönnun og forritun vélmennis: GRÍSA frá Grunnskólanum á Ísafirði

Besta rannsóknaverkefnið: Myllarnir frá Myllubakkaskóla

Sigurvegarar í vélmennakapphlaupi: Oreo frá Egilsstaðaskóla

Besta liðsheildin: Úrhelli frá Vættaskóla

Sigurvegararnir tóku þátt í úrslitakeppni FIRST LEGO League Scandinavia sem haldin var í Bodø í Noregi þann 3. desember

First Lego League 2015 var haldin 14.nóvember í Háskólabíói.

Þemað var TRASH TREK.

First Lego League meistarar:  Drekarnir frá Vopnafjarðarskóla

Besta lausn í hönnun og forritun vélmennis: Trashmasters úr Grunnskóla Reyðarfjarðar

Besta rannsóknaverkefnið:  LWA úr Naustaskóla á Akureyri

Vélmennakapphlaup: LegoFásk úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Besta liðsheildin: Obi Wan Legobi úr Flúðaskóla

First Lego League  2014 var haldin laugardaginn 31. janúar 2015 í Háskólabíói.

Þemað var "Skóli framtíðarinnar" (e. World class)

First Lego League meistarar:  Einn + níu úr Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Besta dagbókin: Gemsarnir úr Grunnskóla Hornafjarðar.

Besta lausn í hönnun og forritun vélmennis: LegóFásk úr Gunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

Vélmennakapphlaup: Lið Breiðholtsskóla.

Besta rannsóknaverkefnið: Nafnlausar úr Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði.

Einn + níu tryggðu sér svo þátttökurétt á heimsmeistaramóti FIRST LEGO League í St. Louis í Bandaríkjunum.

FIRST LEGO League 2013/2014 var haldin laugardaginn 1.febrúar 2014.

Þemað var Náttúruöfl (e. Nature's Fury).

First Lego League meistarar:  0% englar frá Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði

Besta dagbókin: Hnjúkarnir frá Grunnskóla Hornafjarðar

Besta lausn í vélmennakappleik: 0% englar frá Brúarásskóla

Besta hönnun og forritun vélmennis: Bakkabræður frá Breiðholtsskóla

Besta rannsóknaverkefnið: Molten frá Naustaskóla á Akureyri

0% englar tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumóti FIRST LEGO League á Spáni.

First Lego League 2012 var haldin laugardaginn 19. janúar 2013 í Háskólabíói.

Þemað var  "Lausnir fyrir eldriborgara" (e. Senior Solutions).

First Lego League meistarar:  Molten frá Nausta­skóla á Ak­ur­eyri

First Lego League 2011 var haldin laugardaginn 12. nóvember á Háskólatorgi, Háskóla Íslands. 

Þemað var FOOD FACTOR

First Lego League meistarar:  Hornsílin frá Grunnskóla Hornafjarðar

Besta lausn í þrautabraut: Hornsílin frá Grunnskóla Hornafjarðar

Besta lausn í hönnun á vélmenni og forritun: Hornsílin frá Grunnskóla Hornafjarðar

Besta dagbókin: Hornsílin frá Grunnskóla Hornafjarðar

Besta liðsheildin: Hornsílin frá Grunnskóla Hornafjarðar

Hornsílin tóku svo þátt í opna First Lego league Evrópumótinu sem haldið var í  Mannheim, Þýskalandi dagana 6. til 9. júní 2012.

First Lego League 2010 var haldin laugardaginn 13. nóvember í Keili. 

Þema ársins var LÍKAMINN LIFI (e. Body forward)

"Fólk er hvatt til þess að uppgötva leiðir til þess að gera að sárum, yfirvinna genagalla og umfram allt hámarka afköst líkamans með því meðal annarsað lifa heilbrigðu lífi" - Verkfræði og læknisfræði sameinast

First Lego League meistarar 2010: Frumurnar lið Grunnskóla Hornafjarðar.

Besta rannsóknaverkefnið: Sikkpakk,  Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar

Besta hönnun og forritun á vélmenni: Heilastormarnir, Lækjarskóli

Besta dagbókin: Gulu kúrubangsarnir, Brúarásskóli

Besta skemmtiatriðið: Elgrilló, Seyðisfjarðarskóla

Besta liðsheildin: Róbóbóbó, Salaskóla

Besta lausn í þrautabraut: Frumurnar, Grunnskóla Hornarfjarðar

Frumurnar tóku svo þátt í Opna Evrópumeistaramóti FLL sem var haldið í Delft Hollandi 2-4 júní 2011. Ferðasaga Frumanna.

f

First Lego League 2009 var haldin laugardaginn  7. nóvember, í Keili í Reykjanebæ.

Þemað var "Snjallar samgöngur" (e. SMART MOVE).

First Lego League meistarar 2009: Róbóbóbó frá Salaskóla í Kópavogi.

Besta skemmtiatriðið: Myllurnar frá Myllubakkaskóla

Lausn á þrautabraut: El Grilló frá Seyðisfjarðarskóla

Besta hönnun og forritun á vélmenni: Róbóbóbó frá Salaskóla

Besta dagbókin: Róbóbóbó frá Salaskóla

Besta rannsóknarverkefnið: Need for Speed frá grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Besta liðsheildin: Smartís