Keppnin 2022
First Lego League 2022 var haldin laugardaginn 19.nóvember 2022 í Háskólabíó.
Streymt var frá keppninni hér á síðunni kl.9.30-15.40 og á Facebook síðu keppninnar.
DAGSKRÁ keppninnar og allar helstu upplýsingar
Keppnin stóð yfir frá kl. 9:30 til 15:40, og opnaði húsið almenningi frá kl.12.30.
Kynnir var Katrín Lilja Sigurðardóttir, Sprengju-Kata og var vélmennakappleiknum streymt á netinu með lifandi lýsingu allan daginn.
Viðburðir í stóra anddyri Háskólabíós:
- Básakynningar keppnisliða
- Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður opin með tæki, tól og tilraunir
- Team Spark kappakstursbíllinn
- Myndavélakassi
15 lið alls staðar að af landinu kepptu
Þema ársins var SUPERPOWERED℠ (OFURKRAFTAR)
Í SUPERPOWERED℠ áskoruninni munu FIRST LEGO League liðin kanna hvaðan orka kemur og hvernig henni er dreift, hvernig hún er geymd og notuð – þá munu þau leggja til sína ofurkrafta og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar við að koma með hugmyndir að betri framtíð í orkumálum.