Fyrir leiðbeinendur

First Lego League Ísland er keppni fyrir rúmlega 20 lið sem koma alls staðar að af landinu.
Í hverju liði eru 4-10 ungmenni á aldrinum 10-16 ára og a.m.k. einn fullorðinn leiðbeinandi.

Þar sem verkefnið er þverfaglegt eru möguleikarnir miklir fyrir leiðbeinendur að nýta sína eigin sérþekkingu og kunnáttu og hentar verkefnið flestum þeim sem starfa með ungmennum á aldrinum 10-16 ára, hvort sem það eru kennarar eða starfsmenn grunnskólanna, starfsmenn félagsmiðstöðva, foreldrar o.s.frv.

Ekki þarf að vera sérfræðingur í sérstakri grein heldur vera sá leiðbeinandi sem heldur vel utan um liðið og styður þau í gegnum allt ferlið.

Háskóli Íslands heldur utan um Facebook-hóp fyrir leiðbeinendur og biður alla leiðbeinendur að vera með í Hjálparhópi Leiðbeinenda.

First Lego League 2023 verður haldin laugardaginn 11.nóvember 2023 í Háskólabíó.

 

Þema ársins 2023 er MASTERPIECE (MEISTARAVERK)

Notaðu ímyndunaraflið til að endurhugsa listheiminn!

Í MASTERPIECE℠ áskoruninni munu FIRST LEGO League liðin kanna listheiminn; hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað – þá munu þau beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan.

Áskoranir vélmennakappleiksins:

Þraut ársins

Öll skráð lið fá senda þraut ársins í ágúst. Þraut ársins (nokkurs konar þrautabraut) tengist þema ársins hverju sinni. Þrautinni er komið fyrir á þar til gerðu æfingaborði sem hægt er að smíða sjálfur smkv. leiðbeiningum frá First Lego League.

Spike Prime vélmennið  frá Lego Education.

Nauðsynlegt er fyrir liðin að eiga eða hafa aðgang að Spike Prime þjarkinum (þá má ennþá nota gamla Mindstorms EV3 þjarkinn en hann er smám saman að detta út).

Hægt er að panta LEGO® Education SPIKE Prime vélmennið í gegnum First Scandinavia, íslensk lið afslátt, hafið samband við okkur til frekari upplýsingar og kóða fyrir afsláttinn 

Nánari upplýsingar um Spike Prime:

VÉLMENNAKAPPLEIKUR

  • Liðin keppa tvö og tvö saman.
  • Þrautir ársins leystar á þar til gerðri þrautabraut með legó-þjarkinum.
  • Stig fást fyrir hverja leysta þraut.
  • Besta umferðin gildir.
  • Kynnið ykkur reglur brautar og stigagjöf vel!

VÉLMENNAFORRITUN OG HÖNNUN

  • Liðið hittir forritunardómara í lokuðu rými.
  • EINUNGIS liðið má svara spurningum.
  • Hönnun og forritun vélmennis könnuð – sýnt og spjallað.

NÝSKÖPUN

  • Tekist á við raunverulegt vandamál/verkefni í nærumhverfinu, tengt þema ársins.
  • Frumleg lausn/hönnun fundin.
  • Niðurstöðum deilt með öðrum í kynningu á sal.

LIÐSHEILD

  • Liðin setja upp bás í anddyri Háskólabíós til að kynna sig og sitt verkefni.
  • Liðsheildardómarar ganga á milli bása og kynnast liðunum.
  • Liðin hvött að fara á milli bása og kynnast hvert öðru.

 

    • Halda utan um liðið og sjá um að skrá það til leiks.

 

    • Vera liðinu hvatning.

 

    • Sjá til þess að allir njóti sín, fái verkefni við hæfi, læri sem mest og hafi gaman af.

 

    • Munið að liðið sjálft tekur ákvarðanir! - "Góður leiðbeinandi leiðbeinir og leiðir ferlið - en ekki innihaldið!"

 

Kjörið er fyrir leiðbeinendur að nýta sér skemmtilega hópeflisleiki frá First Lego League Scandinavia.

Þraut ársins var opinberuð í ágúst 2023, keppnin er alþjóðleg og er því allt stuðningsefni á ensku, smellið á hlekkina fyrir neðan til að hlaða niður PDF skrám:

CHALLENGE OVERVIEW 2023

ENGINEERING NOTEBOOK 2023

TEAM MEETING GUIDE 2023

ROBOT GAME RULEBOOK 2023

CHALLENGE UPDATES 2023

ROBOT GAME SCORE SHEET

 

  • Ágúst: þraut ársins opinberuð
    • brautir koma til landsins og sendar til skólanna
  • Byrjun september: rafrænn fundur fyrir leiðbeinendur
  • 10. nóvember: uppsetning bása
    • öll keppnislið mæta í Háskólabíó til að stilla upp fyrir bása-kynningar
  • 11. nóvember: LEGOkeppnin í Háskólabíó
  • 25.nóv eða 2. desember: Danska eða Skandinavísk úrslitakeppni

Háskóli Íslands og Vísindasmiðja Háskóla Íslands halda námskeið og/eða fund með leiðbeinendum í upphafi skólaárs þar sem farið er yfir helstu þætti keppninnar og þema útskýrt.

Mælt er með því að allir leiðbeinendur skrái sig í Hjálparhóp leiðbeinenda á Faceboook sem Háskóli Íslands sér um, þar er hægt að komast í samband við aðra leiðbeinendur, spyrja spurninga, miðla reynslu sinni o.s.frv.

Við hvetjum ykkur til að skoða leiðbeininga myndbönd frá First Lego League á Youtube þar sem farið er yfir þrautir fyrri ára og þar munu birtast myndbönd fyrir þraut ársins.

Einnig er mælt með því að leita vel á netinu, því finna má keppendur um heim allan sem eru einnig að spreyta sig á First Lego League-þrautinni, hafa spurningar og miðla reynslu sinni.

Gagnlegar upplýsingar um First Lego League og keppnir um allan heim má finna á alþjóðlegri síðu FLL.

Nöfn keppenda

Leiðbeinendur þurfa að senda inn upplýsingar um liðið sitt (rafrænt) að lágmarki fjórum vikum fyrir keppnisdag á þar til gert skráningarskjal sem þeir fá sent með tölvupósti. Einnig þarf að taka fram óski lið eftir gistingu í Reykjavík, hingað til hafa nágrannaskólar verið keppninni innan handar og boðið liðum gistingu.

Skráning þessi er nýtt við undirbúning á keppninni, gerð viðurkenningarskjala, innkaup á hádegismat fyrir þátttakendur of fleira.

Gangið því úr skugga um að upplýsingar séu rétt slegnar inn.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

    • Nafn liðs, nafn skóla, full nöfn allra keppenda og full nöfn leiðbeinenda.
    • Ef um einhver fæðuofnæmi er að ræða.

Liðin mæta daginn fyrir keppni til að stilla upp básnum sínum í anddyri Háskólabíós.

Á keppnisdeginum sjálfum fær hvert lið eigin dagskrá og fer á milli svæða í Háskólabíó til að:

  • kynna nýsköpunarverkefnið sitt (í sal)
  • vera með básakynningu (í stóra anddyri)
  • hitta liðsheildardómara (á básnum sínum í stóra anddyri)
  • hitta forritunardómara (í lokuðu herbergi)
  • keppa í vélmennakappleik (í stóra sal - streymt beint á netinu)
  • nota æfingaborð (í bíó-anddyri)
  • taka þátt í sameiginlegri dagskrá
  • nærast
  • skoða sýningarsvæðið
  • fá verðlaun
  • njóta og hafa gaman!

Reiknivél fyrir stigagjöf

Dómarar keppninnar fara eftir fyrirfram ákveðnum matsblöðum.

Hér eru dæmi um dómarablöð

  • Besta nýsköpunarverkefnið
  • Besta liðsheildin
  • Besta hönnun og forritun á vélmenni
  • Vélmennakappleikur
  • FLL meistari - boðið að keppa fyrir hönd Íslands í First Lego League Scandinavia keppninni

Skráning í First Lego League Challenge fer fram hjá Háskóla Íslands í maí - júní ár hvert.

Einungis 24 lið komast að, svo mælt er með tímanlegri skráningu.

Þátttökukostnaður er 50.000 kr á hvert lið sem skiptist eftirfarandi:

  • 20.000 kr fyrir þraut ársins
  • 30.000 kr í keppnisgjald.

Einnig er hægt að nálgast eldri útgáfur af þrautabrautinni til æfingar að kostnaðarlausu Búnaðarbanka Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, á meðan birgðir endast.