Keppnin 2026

First Lego League 2026 verður haldin í nóvember 2026 í Háskólabíó.

Þema ársins verður tilkynnt síðar og skráning í keppnina mun opna hér á þessari síðu í apríl.

Nokkrar breytingar munu verða á keppninni á næstu tveimur árum og hafa First LEGO League sent frá sér þessa tilkynningu varðandi breytingarnar: https://community.firstinspires.org/new-era-first-lego-league-future-edition

SPIKE™-settin (þjarkarnir)

  • LEGO® Education mun hætta sölu á SPIKE™ settum frá og með sumrinu 2026.
  • SPIKE-sett verða áfram leyfileg í FIRST LEGO League keppni út keppnistímabilið 2027–2028.
  • SPIKE-forritið verður stutt til 30. júní 2031.
  • Engin þörf er á að skipta um búnað strax.

SPIKE-settin halda því áfram að vera fullgild og mikilvæg í FIRST LEGO League næstu ár og nýtast einnig vel í kennslu og verkefnavinnu utan keppninnar.

Í stað SPIKE™ og núverandi keppnisfyrirkomulagi kemur ný útgáfa keppninnar, FIRST LEGO League Future Edition, sem byggir á LEGO® Education Computer Science & AI búnaði.

Future Edition er sérstaklega hönnuð með skólastarf í huga og felur meðal annars í sér:

  • nýjan, þráðlausan búnað frá LEGO Education,
  • gagnvirk módel og verkefni,
  • skólavænna og einfaldara fyrirkomulag,
  • skýr hlutverk fyrir nemendur svo allir taki virkan þátt,
  • aukna áherslu á samvinnu samhliða keppni.

Keppnin verður því með hefðbundu sniði hér á Íslandi haustið 2026 en breytingar verða síðan þar sem í stað SPIKE™ og núverandi keppnisfyrirkomulagi kemur ný útgáfa keppninnar, FIRST LEGO League Future Edition, sem byggir á LEGO® Education Computer Science & AI búnaði.

Future Edition er sérstaklega hönnuð með skólastarf í huga og felur meðal annars í sér:

  • nýjan, þráðlausan búnað frá LEGO Education,
  • gagnvirk módel og verkefni,
  • skólavænna og einfaldara fyrirkomulag,
  • skýr hlutverk fyrir nemendur svo allir taki virkan þátt,
  • aukna áherslu á samvinnu samhliða keppni.