Skráningarfrestur framlengdur!
Skráning er hafin í FIRST LEGO League (FLL) keppnina sem haldin verður laugardaginn 9.nóvember 2019 í Háskólabíói. Markmiðið er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni. Síðast tóku um 190 nemendur þátt, allsstaðar að af landinu.
Einungis 24 lið geta skráð sig til keppni – því er best að tryggja sér pláss strax.
Vegna forfalla hafa nú örfá sæti losnað og skráningarfrestur framlengdur. Endilega hafið samband við okkur!
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ SKÓLA TIL ÞÁTTÖKU
Út á hvað gengur keppnin?
Keppendur eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 börn og a.m.k. einn fullorðinn leiðbeinandi. Öll lið fá senda þrautabraut í upphafi skólaárs til að undirbúa sig þar sem unnið er með nýtt viðfangsefni á hverju ári.
Keppt er í fjórum atriðum: Forritun, rannsóknarvinnu, básakynningu og vélmennakappleik.
ATH.breytt fyrirkomulag: Básakynningin er nýr liður í Legó keppninni hérlendis og kemur í stað keppni í liðsheild. Þetta þýðir að liðin þurfa að mæta degi fyrr til undirbúnings á keppnisstað.. Föstudaginn 8.nóvember 2019 hittast öll keppnislið í Háskólabíói til að setja upp og undirbúa básakynningar.
Laugardaginn 9 .nóvember 2019 hittast keppnisliðin í Háskólabíói og keppa sín á milli í þraut ársins.
Í undirbúningi keppninnar læra nemendur að beita stærðfræði og vísindum til að leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguð vinnubrögð við öflun heimilda, úrvinnslu gagna og skýrslugerð. Einnig læra nemendur að vinna sem liðsheild og að kynna verkefni fyrir áhorfendum.
Nauðsynlegur útbúnaður vegna keppninnar er LEGO Mindstorms EV3 vélmennið sem fæst hjá Krumma, (sjá hér). Hugbúnaður til forritunar á vélmenninu er hægt að nálgast án endurgjalds HÉR. Grunnskólar á Reykjavíkursvæðinu sem vilja kynna sér LEGO Mindstorms geta fengið vélmenni lánuð hjá Búnaðarbanka Skóla- og frístundasviðs HÉR.
Þema keppninnar í ár er „Borgarhönnun“ (e. city shaper)
og munu nánari upplýsingar verða opinberaðar seinna í sumar.
Við vekjum athygli á því að glærukynningu á keppninni með öllum helstu upplýsingum er að finna bæði á heimasíðu First Lego Ísland www.firstlego.is og Facebook-síðu keppninnar.
Þátttökukostnaður
Þátttökukostnaður er 45.000 kr. á lið sem skiptist þannig: þraut ársins 20.000 kr. og keppnisgjald 25.000 kr.
Lið sem taka þátt í keppninni í fyrsta skipti eru undanþegin keppnisgjaldi. Þau lið geta einnig fengið eldri útgáfu af þrautabrautinni til æfingar sér að kostnaðarlausu, meðan birgðir endast. Gjaldið fyrir þraut ársins fæst ekki endurgreitt. Keppnisgjaldið fæst endurgreitt ef lið dregur sig úr keppni fyrir 1. október 2019.
Með góðri kveðju
F.h. LEGO teymis Háskóla Íslands,
Ragna Skinner
Verkefnisstjóri samfélagstengdra verkefna – Markaðs- og samskiptasvið
ragnaskinner@hi.is – S: 525 4207
Magnús Gunnlaugur Þórarinsson
Verkefnisstjóri – Náttúru- og verkfræðisvið
mgth@hi.is – S: 525 4646