Góður árangur í First Lego league keppninni
Sigurlið FLL tækni- og hönnunarkeppninnar „The Glaciers“, lið Grunnskóla Hornafjarðar kom á dögunum heim úr mikilli ævintýraferð til Þýskalands. Liðið tók þátt í opna First Lego league Evrópumótinu sem haldið var í Mannheim dagana 6. til 9. júní. 68 lið frá 35 löndum tóku þátt í mótinu og endaði liðið í 30. sæti. Hópurinn vakti hvarvetna athygli og hélt merki Íslands hátt á lofti. Allir gerðu sitt besta og komu heim reynslunni ríkari.
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hefur umsjón með First Lego keppninni á Íslandi í samstarfi við Nýherja, Verkfræðingafélag Íslands, Samtök iðnaðarins og Matís.