0% englar sigruðu First Lego League 2013
0% englar sigruðu tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanema, FIRST LEGO League 2013.
Liðið var skipað sjö stúlkum úr Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði og hafa þær því tryggt sér þátttökurétt á Evrópumóti FIRST LEGO League á Spáni í vor.
Alls tóku um 140 grunnskólanemar víðsvegar að af landinu þátt í keppninni sem var æsispennandi. Þema keppninnar að þessu sinni var náttúruöfl.
Einnig voru veitt verðlaun í eftirfarandi flokkum:
Besta skemmtiatriðið: El Grilló frá Seyðisfjarðarskóla
Besta liðsheildin: Krapaflóð frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Besta dagbókin: Hnjúkarnir frá Grunnskóla Hornafjarðar
Besta lausn í vélmennakappleik: 0% englar frá Brúarásskóla
Besta hönnun og forritun vélmennis: Bakkabræður frá Breiðholtsskóla
Besta rannsóknaverkefnið: Molten frá Naustaskóla á Akureyri