Nú styttist í keppni – Dagskrá og dagurinn

Published by Ragna Skinner on

FIRST LEGO League

#FIRSTlegoiceland
Laugardaginn 14. nóvember kl. 9 til 16
Háskólabíó
Allir velkomnir 

Nú er komið að því sem hátt í 200 nemendur um land allt og leiðbeinendur hafa verið að undirbúa sig fyrir. Allt er að verða tilbúið í höfuðborginni og getum við varla beðið eftir laugardeginum.

Endilega verið dugleg að taka myndir af undirbúningi ykkar á lokasprettinum og á daginn sjálfan, og setjið á Fésbókarsíðu keppninnar.

Nánari upplýsingar má svo finna á viðburðarsíðu keppninnar á Fésbókinni.

 

Förum aðeins yfir dagskrá dagsins.

 

Hér eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:

Keppendur og leiðbeinendur eiga að mæta milli klukkan 08:00 og 08:30 í Háskólabíói.
Gengið er inn um aðalinngang norðan megin en ekki bíóinngang.

Klukkan 08:30 verður svo leiðbeinendafundur en á slaginu kl 9 hefst dagskráin í Stóra salnum.

Dagskrá í almennu rými:

Fjölmargt verður í boði fyrir gesti og gangandi; leikir, þrautir, tilraunir og smiðjur.

  • Vindmyllusmiðja verður á staðnum frá kl 11 til 15
  • Team Spark verður með rafknúinn kappakstursbíl
  • Sprengju-Kata verður með efnafræðitilraunir  kl 11- 14.30
  • Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður opin kl 11 til 16
  • Krumma verður með Green City Challenge
  • Sorpa verður með skemmtilega fræðslu um ábyrgðarfulla sorpumhirðu

Allir gestir geta síðan auðvitað horft á vélmennakappleikinn í Stóra sal.

Nánar um dagskrá keppninnar

Categories: Fréttir