Við þökkum fyrir frábæra keppni s.l. laugardag. Dagurinn hófst á því að Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra settu keppnina í stóra salnum í Háskólabíói. Hófst svo keppnin í nær til öllum sölum Háskólabíós þar sem ótrúlegt var að fylgjast með frumlegum og skemmtilegum lausnum þátttakenda.
Síðar um daginn opnaði Vísindasmiðja Háskóla Íslands, gestum bauðst að búa til vindmyllur, kynna sér LEGO Mindstorms og fylgjast með Sprengju-Kötu.
Yfir 20 lið skráðu sig til keppni en verðlaunað var fyrir:
Liðsheild - Sigurvegarar: Obi Wan Legobi frá Flúðaskóla
Rannsóknarverkefni - Sigurvegarar: LWA frá Naustaskóla
Vélmannakappleik - Sigurvegarar: : LegoFásk frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Hönnun og forritun - Sigurvegarar: Trashmasters frá Grunnskóla Reyðarfjarðar
Drekarnir frá Vopnafjarðarskóla urðu svo FLL meistarar en þeim gékk einstaklega vel í öllum þrautum. Þetta var í fyrsta sinn sem þau tóku þátt. Með sigrinum öðluðust þau þátttökurétt á alþjóðlegri FIRST LEGO keppni.
Óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Endilega myndirnar frá keppninni á Fésbókarsíðu okkar https://www.facebook.com/FLLaIslandi/