Ferðasagan til Tenerife – FIRST LEGO League 2015-16

Published by Ragna Skinner on

[vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_column_text]Haustið 2015 tók Vopnafjarðarskóli í fyrsta skiptið þátt í FIRST LEGO League á Íslandi. Ákveðið hafði verið að þetta yrði skyldunámsefni í 7. bekk og því tóku allir níu nemendur bekkjarins þátt í verkefninu. Væntingar voru hófstilltar þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem skólinn tók þátt í keppninni. Það kom því skemmtilega á óvart þegar lið skólans, „Drekarnir,“ sigraði keppnina. Stoltir keppendur sneru heim að keppni lokinni með bikar, verðlaunafé og réttindi til þátttöku í áframhaldandi keppni erlendis.

Ákveðið var að taka þátt í keppni á Tenerife þar sem 90 lið mættust frá 40 löndum, auk sextán liða yngri keppenda í FIRST LEGO League Junior. Þá hófst mikil vinna, enda að mörgu að huga fyrir keppnisferð af þessu tagi. Það þurfti að bæta við þrautum í þrautabraut, þýða rannsóknarverkefnið yfir á ensku, búa til kynningu á landi og þjóð, og útbúa veggspjald eftir forskrift keppninnar um vinnuferlið. Síðast en ekki síst þurfti að safna fé til ferðarinnar og var fjáröflunin að mestu í höndum foreldra. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja og stonfana styrktu hópinn, auk þess sem haldinn var opinn dagur þar sem verkefnið var kynnt. Þar var einnig hoppukastali fyrir börnin og gestir gátu keypt sér kaffi og meðlæti. Við erum mjög þakklát fyrir þessa aðstoð, en án hennar hefði ekki verið hægt að taka þátt í keppninni úti.

Þann 29. apríl var komið að brottför frá Vopnafirði. Snemma morguns mættu níu nemendur, tveir kennarar og þrír foreldrar í skólann. Þennan dag var mikill snjór var á heiðum og ófærð, en þarna sannaðist að gott er að eiga góða að því Vegagerðin flýtti opnun þennan morguninn svo hópurinn gæti mætt á réttum tíma í flug til Reykjavíkur. Föstudagurinn fór í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu, svo sem í Marel, Alþingishúsið og CCP. Þessar heimsóknir voru mjög skemmtilegar og lærdómsríkar.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_gallery type=”image_grid” images=”3299,3300,3298″ layout=”3″ gallery_style=”1″ img_size=”583×329″][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_column_text]Snemma á laugardagsmorgni var flogið til Tenerife. Þar sem keppnin hófst ekki fyrr en á miðvikudegi var fyrstu dögunum varið í slökun og skemmtun á „Amerísku ströndinni.“ Mánudeginum var öllum eytt í vatnsleikjagarðinum Siam Park, þar sem allir skemmtu sér mjög vel en nokkrir náðu sér í full mikið af sól. Á þriðjudeginum var farið í dýragarðinn Jungle Park og þaðan komu allir heim með mynd af sér með fuglum af ýmsu tagi og sæljóni sem gaf koss á kinn. Þar að auki rölti hópurinn um hverfin og skoðaði mannlífið …og svolítið af búðum.

Á miðvikudegi hófst alvaran þar sem mætt var í ráðstefnuhöllina Recinto Ferial í Santa Cruz til skrásetningar og uppsetningar á básnum okkar. Mikið líf var fyrir utan hölllina og strax þá byrjuðu lið að spjalla saman.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_gallery type=”flexslider_style” images=”3301,3302″ onclick=”link_no” img_size=”full”][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_column_text]Fimmtudagur fór í æfingar í þrautabrautinni ásamt því að tekið var á mótu gestum í básnum okkar, frætt um verkefni, land og þjóð og boðið upp á harðfisk og íslenskt súkkulaði. Einnig gafst færi á að skoða verkefni annarra liða og rölta á milli og spjalla. Dagurinn endaði síðan á flottri setningu keppninnar þar sem öll lið gengu með karnivalstemmingu í skrúðgöngu inn í ráðstefnuhöllina.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][image_with_animation image_url=”3303″ alignment=”” animation=”Fade In” img_link_large=”yes”][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_column_text]Á föstudaginn hófst sjálf keppnin og var keppnin í hámarki. Keppt var á þrautabraut og þá mætti liðið einnig fyrir dómara.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/2″][image_with_animation image_url=”3304″ alignment=”” animation=”Fade In” img_link_large=”yes”][/vc_column][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/2″][image_with_animation image_url=”3305″ alignment=”” animation=”Fade In” img_link_large=”yes”][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_column_text]Liðsfélagarnir útskýrðu forritun og hönnun vélmennisins fyrir dómurunum, kynnti rannsóknarverkefnið sem fjallaði um endurvinnslu á fatnaði og leysti úr samvinnuverkefni. Eftir það tóku við óundirbúnar fyrirspurnir og fékk hópurinn þá tækifæri til að sýna framúrskarandi enskukunnáttu sína.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][image_with_animation image_url=”3332″ alignment=”” animation=”Fade In” img_link_large=”yes”][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_column_text]Laugardagurinn var lokadagur keppninnar og síðasti dagurinn okkar á Tenerife. Þann dag var í síðasta sinn keppt á þrautabraut. Þá komu dómarar og skoðuðu básinn okkar, spjölluðu við okkur um verkefnið og það sem var til sýnis á básnum. Því miður þurftum við að leggja af stað heim áður en keppni var lokið og misstum við því af verðlaunaafhendingu og lokahófi. Það var óneitanlega mikil synd þar sem hópurinn var byrjaður að mynda góð tengsl við aðra keppendur og hefðu örugglega styrkt þau enn frekar á síðustu klukkustundunum.

Það var glaður en þreyttur hópur sem kom heim á Vopnafjörð um miðjan dag á sunnudegi eftir níu daga ævintýri.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][image_with_animation image_url=”3306″ alignment=”” animation=”Fade In” img_link_large=”yes”][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_column_text]Þrátt fyrir að Drekarnir hafi ekki náð háu stigafjölda í þrautabrautinni sjálfri og ekki komið heim með verðlaun, þá er lærdómur ferðarinnar mikill og reynslan eitthvað sem hópurinn kemur til með að búa að alla ævi.

Við viljum að lokum þakka öllum sem aðstoðuðu okkur á einn eða annan hátt að gera þessa ferð okkar mögulega.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][heading subtitle=”Frá Vopnafjarðarskóla”]Drekarnir[/heading][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” overlay_strength=”0.3″][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ width=”1/1″][vc_column_text]Áslaug Dóra Jörgensdóttir, Bergþóra Marín Sveinsdóttir, Filippus Freysson, Hallmar Arnarsson, Hjálmar Þráinsson,
Hera Marín Einarsdóttir, Marta Elísdóttir, Mikael Viðar Elmarsson og Sindri Þorsteinsson.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Categories: Fréttir