Filippo Berio í útrás

Published by Guðrún Bachmann on

Sigurvegarar First Lego á Íslandi, Filippo Berio eru nú á leið til Osló til að keppa í norðurlandakeppni First Lego. Þar er keppt við aðrar Norðurlandaþjóðir í forritun þjarka sem byggir á hönnun- og verkfræðihugsun. Auk þess munu þeir stilla upp kynningarbás á ensku um rannsóknarefnið vatn sem er þema keppninnar í ár. Það er óhætt að segja að strákarnir í Filippo Berio séu verðugir fulltrúar Íslands í keppninni. 

Norræna keppnin skiptist, líkt og sú íslenska,  í fjóra meginhluta sem allir teljast til stiga: Forritun, rannsóknarverkefni, liðsheild og vélmennakeppni. Auk þess að bera sigur í heildarstigakeppninni, heima á Íslandi vann lið Garðaskóla, Filippo Berioeinnig sérstök verðlaun fyrir hönnun og forritun vélmennis. 

Það verður spennandi að fylgjast með liðinu í keppninni og munum við færa fréttir frá Osló um leið og þær berast. 

 

Categories: Fréttir