Heimildarmynd um FirstLego á Íslandi

Published by Guðrún Bachmann on

Árið 2016 var gerð heimlidarmynd um Legókeppnina af Háskóla Íslands. Í myndinni er rætt við keppendur og leiðbeinendur liða auk þess sem fylgst er með keppninni árið 2015. Það er Jón Örn Guðbjartsson sem tekur viðmælendur tali en Jón Örn hefur einmitt getið sér gott orð sem þulur keppninngar og verður hann á keppninni í ár og mun lýsa henni líkt og honum einum er lagið. 

Hæglega er hægt að mæla með heimildarmyndinni fyrir þá sem eru að koma sér í stellingar fyrir komandi átök en aðeins eru níu dagar í að blásið verði til leiks í FirstLegoLeague árið 2017. 

 

Categories: Fréttir