Keppnisdagurinn – 19.janúar
Keppnisdagur nálgast
Þá er stóra stundin að renna upp, næstkomandi laugardag verður FLL keppnin “Lausnir aldraðra” haldin í Háskólabíó. Liðin munu mæta kl. 08:00 til undirbúnings en keppnin verður sett formlega kl.09:00.
Liðin verða 10 talsins í ár og má búast við mikilli spennu enda búið að vinna hörðum höndum síðust tvo mánuði. Kynnir keppninnar er ekki af verri endanum því hann Gói mun sjá um að halda áhorfendum við efnið á meðan keppni stendur. Áður en úrslit verða kynnt og verðlaun afhend mun Sprengjugengið stíga á stokk og halda mjög flotta sýningu. Sprengjugengið eru helstu sérfræðingar Íslands í efnafræðibrellum. Meðlimir sprengjugengisins hafa staðið fyrir efnafræðibrellusýningum sleitulaust síðan 2003.
Staðsetning viðburða:
Stóri salur – Þrautabraut og skemmtiatriði
Salur 2 – Rannsóknarverkefni
Salur 3 – Dagbók og liðsheild
Miðjan – Forritun (Verður kynnt fyrir luktum dyrum)
Við vonumst til þess að sjá sem flesta áhorfendur á laugardaginn í Háskólabíó kl. 09:00