Lærdómsrík ferð til Spánar

Published by hline on

Liðið 0 % englar er komið heim eftir lærdómsríka keppnisferð til Spánar. Ferðin gekk vel og komu allir sáttir heim. Kynningarnar hjá stúlkunum gengu vel, þær fengu góðar umsagnir og voru tilnefndar til tveggja verðlauna, Team Spirit og Gracious Professionalism. Í brautinni gekk stúlkunum ekki alveg eins vel en þær enduðu í 83. sæti af 96 liðum.

Stúlkurnar segjast vera reynslunni ríkari og eru að vinna í því að setja saman myndband til að hjálpa öðrum liðum sem fara út að keppa fyrir Íslands hönd.

Við óskum stúlkunum innilega til hamingju með flottan árangur í keppninni.

 

Categories: Fréttir