Undirbúningur í hámarki; Fylgist með keppendum kynna sig

Published by Guðrún Bachmann on

 

©Kristinn Ingvarsson

Þessa dagana er undirbúningur í hámarki fyrir Legó-keppni ársins sem fer fram 11.nóvmber n.k. Stýrihópur keppninnar fundar stíft og hópurinn sem kemur að keppninni fer ört stækkandi. 

Undirbúningurinn er ekki minni í grunnskólum landsins þar sem keppendur fínpússa forritun, vinna verkefni og laga það sem upp á vantar í liðsheild. Í ár var farið af stað með þá nýjung að gefa öllum liðum sem keppa í FirstLegoLeague kost á að kynna sig á Fésbókarsíðu keppninnar. Sú nýjung hefur farið fram úr væntingum skipuleggjenda keppenda en borist hafa myndir og myndbönd frá keppendum sem þau taka upp, klippa og leikstýra upp á sitt einsdæmi. Greinilegt er að í keppnisliðum FirstLegoLeague er mikið hæfileikafólk. 

Allar kynningar keppnisliða má finna á Fésbókarsíðu Legókeppninnar. 

Categories: Fréttir