was successfully added to your cart.

Opið fyrir skráningar 2020

By | Fréttir | No Comments

Skráning er nú hafin í FIRST LEGO League (FLL) keppnina sem haldin verður laugardaginn 14.nóvember 2020 í Háskólabíói. Markmiðið er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni. Síðast tóku um 180 nemendur þátt, allsstaðar að af landinu.

 
Einungis 24 lið geta skráð sig til keppni
– því er best að tryggja sér pláss strax
Skráningarfrestur er til og með sunnudeginum 31.maí

Smellið hér til að skrá skóla til þátttöku

Út á hvað gengur keppnin?

Keppendur eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 nemendur og a.m.k. einn fullorðinn leiðbeinandi. Öll lið fá senda þrautabraut í upphafi skólaárs til að undirbúa sig þar sem unnið er með nýtt viðfangsefni (þema) á hverju ári.

Keppt er í fjórum atriðum: forritun og hönnun, rannsóknarvinnu, básakynningu og vélmennakappleik.

Básakynningin er nýr liður í Legó keppninni hérlendis. Þetta þýðir að liðin mæta degi fyrr til undirbúnings á keppnisstað.. Föstudaginn 13.nóvember 2020 hittast öll keppnislið í Háskólabíói til að setja upp og undirbúa básakynningar.

Laugardaginn 14 .nóvember 2020 hittast keppnisliðin í Háskólabíói og keppa sín á milli í þraut ársins.

Í undirbúningi keppninnar læra nemendur  að beita vísindum til að leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguð vinnubrögð við öflun heimilda, úrvinnslu gagna og skýrslugerð. Einnig læra nemendur að vinna sem liðsheild og að kynna verkefni fyrir áhorfendum.

Nauðsynlegur útbúnaður vegna keppninnar er LEGO Mindstorms EV3 vélmennið sem fæst hjá Krumma (sjá hér).
Hugbúnaður til forritunar á vélmenninu er hægt að nálgast án endurgjalds HÉR.
Grunnskólar á Reykjavíkursvæðinu sem vilja kynna sér LEGO Mindstorms geta fengið vélmenni lánuð hjá Búnaðarbanka Skóla- og frístundasviðs HÉR.

Þema keppninnar í ár
verður opinberað á næstu dögum.
Þá munum við gefa út kynningarglærur fyrir FLL2020.

Allar helstu upplýsingar er að finna bæði á heimasíðu First Lego Ísland www.firstlego.is og Facebook-síðu keppninnar.

Þátttökukostnaður

Þátttökukostnaður er 45.000 kr. á lið sem skiptist þannig: þraut ársins 20.000 kr. og keppnisgjald 25.000 kr.
Skólar sem taka þátt í keppninni í fyrsta skipti eru undanþegnir keppnisgjaldi. Einnig er hægt að nálgast eldri útgáfur af þrautabrautinni til æfingar að kostnaðarlausu hjá Háskóla Íslands, á meðan birgðir endast. Gjaldið fyrir þraut ársins fæst ekki endurgreitt. Keppnisgjaldið fæst endurgreitt ef lið dregur sig úr keppni fyrir 1. október 2020.

 

Með góðri kveðju
F.h. LEGO teymis Háskóla Íslands,

Ragna Skinner
Verkefnisstjóri – Markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands
ragnaskinner@hi.is – s: 525 4207

Davíð Fjölnir Ármannsson
Verkefnisstjóri – Náttúru- og verkfræðisvið Háskóla Íslands
davidfa@hi.is  – s: 525 4611

Úrslit 2019

By | Fréttir | No Comments

First Lego League 2019 keppnin fór fram í Háskólabíó þann 9.nóv síðastliðinn.

Ef það væri í þínum höndum að byggja betri heim, hvernig yrði hann?“ var þema keppninnar í ár og snerist um borgarhönnun. Þátttakendur voru um 140 á aldrinum 10 til 16 ára og fjöldi leiðbeinenda hafði unnið með þeim frá því í ágúst við undirbúning.

Það var lið Garðaskóla í Garðabæ, sem kallaði sig Garðálfana sem fór með sigur af hólmi. Í því liði var Tinna Maren Þórisdóttir. Hún segir keppnina hafa verið valgrein sem hún hafi merkt við með hálfum huga.

„Ég átti ekki von á að verkefnið yrði skemmtilegt en reyndin varð önnur og ég kynntist fullt af krökkum sem ég hafði aldrei talað við. Svo vissi ég að ég væri dálítið góð í forritun og hönnun.“ Tinna segir mest unnið í tölvum.

„Við byggðum róbót úr Legokubbum og þurftum að forrita hverja einustu hreyfingu hans. „Þemað var borgin og hvað við vildum bæta. Unglingum er mikið skutlað til og frá og því fylgir umferð, bensíneyðsla og mengun svo við hönnuðum geymslur fyrir rafmagnshlaupahjól sem væru settar fyrir framan skóla, íþróttahús, sundlaugar og bíó. Við öfluðum okkur upplýsinga frá fullt af fólki um efni og rafhlöður sem við ættum að nota og hver kostnaðurinn gæti orðið og völdum efni sem væri ekki bara gott heldur fallegt líka, þannig að um nokkurs konar listaverk yrði að ræða.“ Nú hyggst liðið skella sér til Hróarskeldu í lok nóvember til að keppa fyrir Íslands hönd í Norðurlandakeppni í Lego.

Úrslit keppninnar voru eftirfarandi:

First Lego League meistarar:  Garðálfarnir í Garðaskóla í Garðabæ
Besta liðsheildin:  Garðálfarnir í Garðaskóla í Garðabæ
Besta rannsóknarverkefnið:  The Einsteins frá Vogaskóla í Reykjavík
Forritun og hönnun vélmennis:  Citycyborgs frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ
Vélmennakappleikur:  Legolads frá Lundarskóla á Akureyri

 

 

Skráningarfrestur framlengdur!

By | Fréttir | No Comments

Skráning er hafin í FIRST LEGO League (FLL) keppnina sem haldin verður laugardaginn 9.nóvember 2019 í Háskólabíói. Markmiðið er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni. Síðast tóku um 190 nemendur þátt, allsstaðar að af landinu.

Einungis 24 lið geta skráð sig til keppni – því er best að tryggja sér pláss strax.

Vegna forfalla hafa nú örfá sæti losnað og skráningarfrestur framlengdur. Endilega hafið samband við okkur!

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ SKÓLA TIL ÞÁTTÖKU

Út á hvað gengur keppnin?

Keppendur eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 börn og a.m.k. einn fullorðinn leiðbeinandi. Öll lið fá senda þrautabraut í upphafi skólaárs til að undirbúa sig þar sem unnið er með nýtt viðfangsefni á hverju ári.
Keppt er í fjórum atriðum: Forritun, rannsóknarvinnu, básakynningu og vélmennakappleik.

ATH.breytt fyrirkomulag: Básakynningin er nýr liður í Legó keppninni hérlendis og kemur í stað keppni í liðsheild. Þetta þýðir að liðin þurfa að mæta degi fyrr til undirbúnings á keppnisstað.. Föstudaginn 8.nóvember 2019 hittast öll keppnislið í Háskólabíói til að setja upp og undirbúa básakynningar.

Laugardaginn 9 .nóvember 2019 hittast keppnisliðin í Háskólabíói og keppa sín á milli í þraut ársins.

Í undirbúningi keppninnar læra nemendur  að beita stærðfræði og vísindum til að leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguð vinnubrögð við öflun heimilda, úrvinnslu gagna og skýrslugerð. Einnig læra nemendur að vinna sem liðsheild og að kynna verkefni fyrir áhorfendum.

Nauðsynlegur útbúnaður vegna keppninnar er LEGO Mindstorms EV3 vélmennið sem fæst hjá Krumma, (sjá hér). Hugbúnaður til forritunar á vélmenninu er hægt að nálgast án endurgjalds HÉR. Grunnskólar á Reykjavíkursvæðinu sem vilja kynna sér LEGO Mindstorms geta fengið vélmenni lánuð hjá Búnaðarbanka Skóla- og frístundasviðs HÉR.

Þema keppninnar í ár er „Borgarhönnun“ (e. city shaper)
og munu nánari upplýsingar verða opinberaðar seinna í sumar.

Við vekjum athygli á því að glærukynningu á keppninni með öllum helstu upplýsingum er að finna bæði á heimasíðu First Lego Ísland www.firstlego.is og  Facebook-síðu keppninnar.

Þátttökukostnaður

Þátttökukostnaður er 45.000 kr. á lið sem skiptist þannig: þraut ársins 20.000 kr. og keppnisgjald 25.000 kr.
Lið sem taka þátt í keppninni í fyrsta skipti eru undanþegin keppnisgjaldi. Þau lið geta einnig fengið eldri útgáfu af þrautabrautinni til æfingar sér að kostnaðarlausu, meðan birgðir endast. Gjaldið fyrir þraut ársins fæst ekki endurgreitt. Keppnisgjaldið fæst endurgreitt ef lið dregur sig úr keppni fyrir 1. október 2019.

Með góðri kveðju
F.h. LEGO teymis Háskóla Íslands,

Ragna Skinner
Verkefnisstjóri samfélagstengdra verkefna – Markaðs- og samskiptasvið
ragnaskinner@hi.is – S: 525 4207

Magnús Gunnlaugur Þórarinsson
Verkefnisstjóri – Náttúru- og verkfræðisvið
mgth@hi.is  – S: 525 4646

Opið fyrir skráningar í FLL 2019

By | Fréttir | No Comments

Skráning er hafin í FIRST LEGO League (FLL) keppnina sem haldin verður laugardaginn 9.nóvember 2019 í Háskólabíói. Markmiðið er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni. Síðast tóku um 190 nemendur þátt, allsstaðar að af landinu.

Einungis 24 lið geta skráð sig til keppni – því er best að tryggja sér pláss strax.

Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 24.maí.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ SKÓLA TIL ÞÁTTÖKU

Út á hvað gengur keppnin?

Keppendur eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 börn og a.m.k. einn fullorðinn leiðbeinandi. Öll lið fá senda þrautabraut í upphafi skólaárs til að undirbúa sig þar sem unnið er með nýtt viðfangsefni á hverju ári.
Keppt er í fjórum atriðum: Forritun, rannsóknarvinnu, básakynningu og vélmennakappleik.

ATH.breytt fyrirkomulag: Básakynningin er nýr liður í Legó keppninni hérlendis og kemur í stað keppni í liðsheild. Þetta þýðir að liðin þurfa að mæta degi fyrr til undirbúnings á keppnisstað.. Föstudaginn 8.nóvember 2019 hittast öll keppnislið í Háskólabíói til að setja upp og undirbúa básakynningar.

Laugardaginn 9 .nóvember 2019 hittast keppnisliðin í Háskólabíói og keppa sín á milli í þraut ársins.

Í undirbúningi keppninnar læra nemendur  að beita stærðfræði og vísindum til að leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguð vinnubrögð við öflun heimilda, úrvinnslu gagna og skýrslugerð. Einnig læra nemendur að vinna sem liðsheild og að kynna verkefni fyrir áhorfendum.

Nauðsynlegur útbúnaður vegna keppninnar er LEGO Mindstorms EV3 vélmennið sem fæst hjá Krumma, (sjá hér). Hugbúnaður til forritunar á vélmenninu er hægt að nálgast án endurgjalds HÉR. Grunnskólar á Reykjavíkursvæðinu sem vilja kynna sér LEGO Mindstorms geta fengið vélmenni lánuð hjá Búnaðarbanka Skóla- og frístundasviðs HÉR.

Þema keppninnar í ár er „Borgarhönnun“ (e. city shaper)
og munu nánari upplýsingar verða opinberaðar seinna í sumar.

Við vekjum athygli á því að glærukynningu á keppninni með öllum helstu upplýsingum er að finna bæði á heimasíðu First Lego Ísland www.firstlego.is og  Facebook-síðu keppninnar.

Þátttökukostnaður

Þátttökukostnaður er 45.000 kr. á lið sem skiptist þannig: þraut ársins 20.000 kr. og keppnisgjald 25.000 kr.
Lið sem taka þátt í keppninni í fyrsta skipti eru undanþegin keppnisgjaldi. Þau lið geta einnig fengið eldri útgáfu af þrautabrautinni til æfingar sér að kostnaðarlausu, meðan birgðir endast. Gjaldið fyrir þraut ársins fæst ekki endurgreitt. Keppnisgjaldið fæst endurgreitt ef lið dregur sig úr keppni fyrir 1. október 2019.

Með góðri kveðju
F.h. LEGO teymis Háskóla Íslands,

Ragna Skinner
Verkefnisstjóri samfélagstengdra verkefna – Markaðs- og samskiptasvið
ragnaskinner@hi.is – S: 525 4207

Magnús Gunnlaugur Þórarinsson
Verkefnisstjóri – Náttúru- og verkfræðisvið
mgth@hi.is  – S: 525 4646

Legokeppnin 2018

By | Fréttir | No Comments

FIRST® LEGO® League (FLL) keppnin árið 2018 verður haldin laugardaginn 10. nóvember.

Þemað í ár er “Á Sporbraut” ( e. Into Orbit).

Helstu dagsetningar:

  • 25. maí – Skráningu til þátttöku lýkur.
  • 1. ágúst – Keppnisbrautin og þrautirnar opinberaðar.
  • 10. nóvember – First Lego League Ísland keppnin fer fram í Háskólabíó.

 

Jólakveðja

By | Fréttir | No Comments

FirstLego á Íslandi óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í keppninni okkar í nóvember. 

Sjáumst hress í Legó á nýju ári. 

Filippo Berio í útrás

By | Fréttir | No Comments

Sigurvegarar First Lego á Íslandi, Filippo Berio eru nú á leið til Osló til að keppa í norðurlandakeppni First Lego. Þar er keppt við aðrar Norðurlandaþjóðir í forritun þjarka sem byggir á hönnun- og verkfræðihugsun. Auk þess munu þeir stilla upp kynningarbás á ensku um rannsóknarefnið vatn sem er þema keppninnar í ár. Það er óhætt að segja að strákarnir í Filippo Berio séu verðugir fulltrúar Íslands í keppninni. 

Norræna keppnin skiptist, líkt og sú íslenska,  í fjóra meginhluta sem allir teljast til stiga: Forritun, rannsóknarverkefni, liðsheild og vélmennakeppni. Auk þess að bera sigur í heildarstigakeppninni, heima á Íslandi vann lið Garðaskóla, Filippo Berioeinnig sérstök verðlaun fyrir hönnun og forritun vélmennis. 

Það verður spennandi að fylgjast með liðinu í keppninni og munum við færa fréttir frá Osló um leið og þær berast. 

 

Filippo Berio sigraði í LEGO-hönnunarkeppni FLL

By | Fréttir | No Comments

Liðið Filippo Berio úr Garðaskóla sigraði í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem fram fór í Háskólabíói í dag. Liðið vann sér um leið þátttökurétt í norrænni keppni FIRST LEGO League sem fram fer í Osló í byrjun desember.

Markmiðið með keppninni er að efla færni og vekja áhuga ungs fólks á tækni og vísindum með því að leggja fyrir þau spennandi verkefni sem örva nýsköpun, byggja upp sjálfstraust og efla samskipta- og skipulagshæfni. Háskóli Íslands hefur staðið fyrir keppninni í rúman áratug.

Að þessu sinni voru 21 lið frá 18 grunnskólum skráð til þátttöku en alls voru þátttakendur um 200 talsins. Liðin höfðu unnið ötullega að undirbúningi í allt haust og mættu þrautþjálfuð til leiks. 

Keppninni er skipt í fjóra meginhluta: Forritun, rannsóknarverkefni, liðsheild og vélmennakappleik. Þátttakendur áttu að forrita vélmenni úr tölvustýrðu Legói sem ætlað var að leysa tiltekna þraut sem tengdist þema ársins sem að þessu sinni var vatn. Þá áttu keppendur að vinna sjálfstætt rannsóknarverkefni sem einnig tengdist vatni. Enn fremur þurftu keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau forrituðu vélmennin og síðast en ekki síst var tekið tillit til liðsheildar. Keppnin reyndi því á margs konar hæfni og þekkingu grunnskólanemendanna.

Þegar dómnefnd hafði metið alla þessa þætti hjá liðunum stóð Filippo Berio, lið Garðaskóla í Garðabæ, uppi sem sigurvegari en það er skipað fimm drengjum úr skólanum. Liðið fékk einnig viðurkenningu fyrir besta hönnun og forritun vélmennis. Filippo Berio tryggði sér með sigrinum þátttökurétt í FIRST LEGO League Scandinavia sem haldin verður í Osló í Noregi í byrjun desember.

Til þes að styðja liðið til þátttöku í norrænu keppninni veittu fyrirtækið Krumma og Háskóli Íslands hvort um sig liðinu 150 þúsund krónur í verðlaunafé en þessir tveir aðilar eru ásamt Nýherja helstu bakhjarlar keppninnar. Sigurliðið hlaut einnig verðlaunabikar úr LEGOi.

Verðlaun voru einnig veitt einstökum flokkum keppninnar og skiptust sem hér segir:
Sigurvegarar í vélmennakapphlaupi: Myllarnir frá Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ
Besta liðsheildin: Legoboys frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ
Besta rannsóknaverkefnið: El Grilló frá Seyðisfjarðarskóla
Besta hönnun og forritun vélmennis: Filippo Berio úr Garðaskóla í Garðabæ

Allir þátttakendur í keppninni fengu enn fremur FLL-medalíu í viðurkenningarskyni.