Legokeppnin 2018

FIRST® LEGO® League (FLL) keppnin árið 2018 verður haldin laugardaginn 10. nóvember. Þemað í ár er “Á Sporbraut” ( e. Into Orbit). Helstu dagsetningar: 25. maí – Skráningu til þátttöku lýkur. 1. ágúst – Keppnisbrautin og þrautirnar opinberaðar. 10. nóvember – First Lego League Ísland keppnin fer fram í Háskólabíó.  

Jólakveðja

FirstLego á Íslandi óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í keppninni okkar í nóvember.  Sjáumst hress í Legó á nýju ári. 

Filippo Berio í útrás

Sigurvegarar First Lego á Íslandi, Filippo Berio eru nú á leið til Osló til að keppa í norðurlandakeppni First Lego. Þar er keppt við aðrar Norðurlandaþjóðir í forritun þjarka sem byggir á hönnun- og verkfræðihugsun. Auk þess munu þeir stilla upp kynningarbás á ensku um rannsóknarefnið vatn sem er þema keppninnar Read more

Heimildarmynd um FirstLego á Íslandi

Árið 2016 var gerð heimlidarmynd um Legókeppnina af Háskóla Íslands. Í myndinni er rætt við keppendur og leiðbeinendur liða auk þess sem fylgst er með keppninni árið 2015. Það er Jón Örn Guðbjartsson sem tekur viðmælendur tali en Jón Örn hefur einmitt getið sér gott orð sem þulur keppninngar og Read more