was successfully added to your cart.

Heimildarmynd um FirstLego á Íslandi

By | Fréttir | No Comments

Árið 2016 var gerð heimlidarmynd um Legókeppnina af Háskóla Íslands. Í myndinni er rætt við keppendur og leiðbeinendur liða auk þess sem fylgst er með keppninni árið 2015. Það er Jón Örn Guðbjartsson sem tekur viðmælendur tali en Jón Örn hefur einmitt getið sér gott orð sem þulur keppninngar og verður hann á keppninni í ár og mun lýsa henni líkt og honum einum er lagið. 

Hæglega er hægt að mæla með heimildarmyndinni fyrir þá sem eru að koma sér í stellingar fyrir komandi átök en aðeins eru níu dagar í að blásið verði til leiks í FirstLegoLeague árið 2017. 

 

Lifandi dýr koma í fylgd Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Sandgerði

By | Fréttir | No Comments

Líkt og áður hefur komið fram verður blásið til fjölskylduveislu í Háskólabíói samhliða keppni í FirstLegoLeague. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Sandgerði hefur boðað komu sína og má reikna með miklu fjöri í kringum þau. 

Þar sem Rannsóknarsetrið sérhæfir sig í rannsóknum á fuglum og sjávardýrum má reikna með því að með þeim í för verði lifandi dýr sem verði til sýnis fyrir gesti.

 Líkt og sjá má á þessari mynd hafa krabbar og sjávardýr iðulega vakið hrifningu og gleði ungra gesta. 

Dagskrá í Háskólabíói; Hvað verður um að vera?

By | Fréttir | No Comments

Dagskrá FirstLegoLeague 2017

 

8:00-9:00 Háskólabíó verður opnað. Keppendur og leiðbeinendur fá gögn.
9:00-9:20 Opnun og setning keppninnar í stóra sal.
9:25 1-2 og LEGÓ

Keppni hefst

11:30-12:30 Hádegishressing
12:30-15:30.
Opið hús: Eitthvað fyrir alla

Eftir hádegi verður opið hús, þá gefst gestum og gangandi kostur á að fylgjast með spennandi keppni og kynna sér fjölbreytta dagskrá í anddyri Háskólabíós.
Þar verður margt í boði fyrir alla fjölskylduna, meðal annars verður VATN þar til umfjöllunar með lifandi og áþreifanlegum hætti; vatnið umhverfis okkur, lífið sem í því býr og vatnið innra með okkur. Landsvirkjun, nemendur í næringarfræði við Háskóla Íslands, nemendur í Umhverfis- og auðlindafræði og fleiri verða á staðnum og kynna sína hlið vatnsins.

 

KRUMMA býður að vanda gestum að spreyta sig á skemmtilegum þrautum og Team Spark verður á staðnum með kappakstursbíl ársins.

 

Vísindasmiðjan vinsæla verður opin með tilraunir, tæki og tól fyrir alla fjölskylduna.

Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir.

15:00-15:45 Dagskrá í stóra sal

Keppninni slitið og verðlaunaafhending

 

 

15:45 FirstLegoLeague árið 2017 lokið
   

Fjölbreytt afþreying fyrir fjölskylduna í Háskólabíói

By | Fréttir | No Comments

Nú eru 18 dagar til keppni í FirstLegoLeague en blásið verður til veislu í Háskólabíói þann 11.nóvember n.k.  Á milli 12 og 16 á keppnisdaginn sjálfan verða dyr Háskólabíós opnaðar almenningi og blásið verður til fjölskylduhátíðar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Líkt og áður hefur komið fram er þema keppninnar í ár HydroDynamics eða Vatn og því mun Háskólabíó fyllast af fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast á einhvern hátt vatni. Meðal þeirra sem unu bjóða upp á afþreyingu verða: 

-Landsvirkjun

-Nemendur í næringarfræði við Háskóla Íslands

-Nemendur í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands

Krumma

Team Spark

Auk þess verður Vísindasmiðjan vinsæla opin hvar gestir og gangandi geta fræðst um óravíddir vísindanna. Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir. 

Undirbúningur í hámarki; Fylgist með keppendum kynna sig

By | Fréttir | No Comments

 

©Kristinn Ingvarsson

Þessa dagana er undirbúningur í hámarki fyrir Legó-keppni ársins sem fer fram 11.nóvmber n.k. Stýrihópur keppninnar fundar stíft og hópurinn sem kemur að keppninni fer ört stækkandi. 

Undirbúningurinn er ekki minni í grunnskólum landsins þar sem keppendur fínpússa forritun, vinna verkefni og laga það sem upp á vantar í liðsheild. Í ár var farið af stað með þá nýjung að gefa öllum liðum sem keppa í FirstLegoLeague kost á að kynna sig á Fésbókarsíðu keppninnar. Sú nýjung hefur farið fram úr væntingum skipuleggjenda keppenda en borist hafa myndir og myndbönd frá keppendum sem þau taka upp, klippa og leikstýra upp á sitt einsdæmi. Greinilegt er að í keppnisliðum FirstLegoLeague er mikið hæfileikafólk. 

Allar kynningar keppnisliða má finna á Fésbókarsíðu Legókeppninnar. 

Dómarablað fyrir keppni ársins

By | Fréttir | No Comments

Nú styttist óðum í keppni ársins en hún verður haldin laugardaginn 11.nóvember. Lið keppast nú við að undirbúa sig, safna gögnum og gera rannsóknir. Því er rétt að athuga hvað dómarar koma til með að skoða. Hér má sjá skjal sem dómarar keppninnar munu fylgja. Gangi ykkur öllum vel! 

Við minnum á fésbókarhóp leiðbeinenda auk þess sem leiðbeinendum og öðrum er bent á að hafa samband við Birgi á birgira[hjá]hi.is  eða Hjörvar á hjorvar[hjá]hi.is eða í síma: 525-4207 ef eitthvað er óljóst.

Keppnisbrautin í ár

By | Fréttir | No Comments

Líkt og áður hefur komið fram er þema keppninnar í ár VATN (HydroDynamics). Nú styttist verulega í að verkefni keppninnar verði gerð opinber en það verður gert þann 29.ágúst. Ástæða þess að verkefnin eru opinberuð á sama tíma alls staðar er svo allir keppendur sitji við sama borð og enginn hafi forskot þegar kemur að því að leysa þrautirnar. 

Nú hafa vonandi öll keppnislið fengið sínar brautir í hendur og geta því byrjað að setja hana saman til að vera tilbúin þegar verkefnið verður kynnt. Hér má sjá hvernig brautin lítur út í ár en sama snið er á keppnisborðinu um allan heim. 

Ástæða er til að minna á fésbókarhóp leiðbeinanda þar sem leiðbeinendur geta skipst á skilaboðum um gang æfinga. Eins er vert að minna á tengiliði keppninnar sem nálgast má með því að smella hér.

Keppnin í ár

By | Fréttir | No Comments

FIRST® LEGO® League (FLL) keppnin árið 2018 

verður haldin laugardaginn 10. nóvember.

Þemað í ár er “Á Sporbraut” ( e. Into Orbit).

Nánari upplýsingar munu verða settar hér inn þegar nær dregur.

Helstu dagsetningar:

  • 25. maí – Skráningu til þátttöku lýkur.
  • 1. ágúst – Keppnisbrautin og þrautirnar opinberaðar.
  • 10. nóvember – First Lego League Ísland keppnin fer fram í Háskólabíó.

Leiðbeinendur eru hvattir til þess að fylgjast með uppfærslum á hjálparsíðu FLL á Facebook.