was successfully added to your cart.

Lifandi dýr koma í fylgd Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Sandgerði

By | Fréttir | No Comments

Líkt og áður hefur komið fram verður blásið til fjölskylduveislu í Háskólabíói samhliða keppni í FirstLegoLeague. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Sandgerði hefur boðað komu sína og má reikna með miklu fjöri í kringum þau. 

Þar sem Rannsóknarsetrið sérhæfir sig í rannsóknum á fuglum og sjávardýrum má reikna með því að með þeim í för verði lifandi dýr sem verði til sýnis fyrir gesti.

 Líkt og sjá má á þessari mynd hafa krabbar og sjávardýr iðulega vakið hrifningu og gleði ungra gesta. 

Dagskrá í Háskólabíói; Hvað verður um að vera?

By | Fréttir | No Comments

Dagskrá FirstLegoLeague 2017

 

8:00-9:00 Háskólabíó verður opnað. Keppendur og leiðbeinendur fá gögn.
9:00-9:20 Opnun og setning keppninnar í stóra sal.
9:25 1-2 og LEGÓ

Keppni hefst

11:30-12:30 Hádegishressing
12:30-15:30.
Opið hús: Eitthvað fyrir alla

Eftir hádegi verður opið hús, þá gefst gestum og gangandi kostur á að fylgjast með spennandi keppni og kynna sér fjölbreytta dagskrá í anddyri Háskólabíós.
Þar verður margt í boði fyrir alla fjölskylduna, meðal annars verður VATN þar til umfjöllunar með lifandi og áþreifanlegum hætti; vatnið umhverfis okkur, lífið sem í því býr og vatnið innra með okkur. Landsvirkjun, nemendur í næringarfræði við Háskóla Íslands, nemendur í Umhverfis- og auðlindafræði og fleiri verða á staðnum og kynna sína hlið vatnsins.

 

KRUMMA býður að vanda gestum að spreyta sig á skemmtilegum þrautum og Team Spark verður á staðnum með kappakstursbíl ársins.

 

Vísindasmiðjan vinsæla verður opin með tilraunir, tæki og tól fyrir alla fjölskylduna.

Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir.

15:00-15:45 Dagskrá í stóra sal

Keppninni slitið og verðlaunaafhending

 

 

15:45 FirstLegoLeague árið 2017 lokið
   

Fjölbreytt afþreying fyrir fjölskylduna í Háskólabíói

By | Fréttir | No Comments

Nú eru 18 dagar til keppni í FirstLegoLeague en blásið verður til veislu í Háskólabíói þann 11.nóvember n.k.  Á milli 12 og 16 á keppnisdaginn sjálfan verða dyr Háskólabíós opnaðar almenningi og blásið verður til fjölskylduhátíðar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Líkt og áður hefur komið fram er þema keppninnar í ár HydroDynamics eða Vatn og því mun Háskólabíó fyllast af fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast á einhvern hátt vatni. Meðal þeirra sem unu bjóða upp á afþreyingu verða: 

-Landsvirkjun

-Nemendur í næringarfræði við Háskóla Íslands

-Nemendur í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands

Krumma

Team Spark

Auk þess verður Vísindasmiðjan vinsæla opin hvar gestir og gangandi geta fræðst um óravíddir vísindanna. Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir. 

Undirbúningur í hámarki; Fylgist með keppendum kynna sig

By | Fréttir | No Comments

 

©Kristinn Ingvarsson

Þessa dagana er undirbúningur í hámarki fyrir Legó-keppni ársins sem fer fram 11.nóvmber n.k. Stýrihópur keppninnar fundar stíft og hópurinn sem kemur að keppninni fer ört stækkandi. 

Undirbúningurinn er ekki minni í grunnskólum landsins þar sem keppendur fínpússa forritun, vinna verkefni og laga það sem upp á vantar í liðsheild. Í ár var farið af stað með þá nýjung að gefa öllum liðum sem keppa í FirstLegoLeague kost á að kynna sig á Fésbókarsíðu keppninnar. Sú nýjung hefur farið fram úr væntingum skipuleggjenda keppenda en borist hafa myndir og myndbönd frá keppendum sem þau taka upp, klippa og leikstýra upp á sitt einsdæmi. Greinilegt er að í keppnisliðum FirstLegoLeague er mikið hæfileikafólk. 

Allar kynningar keppnisliða má finna á Fésbókarsíðu Legókeppninnar. 

Dómarablað fyrir keppni ársins

By | Fréttir | No Comments

Nú styttist óðum í keppni ársins en hún verður haldin laugardaginn 11.nóvember. Lið keppast nú við að undirbúa sig, safna gögnum og gera rannsóknir. Því er rétt að athuga hvað dómarar koma til með að skoða. Hér má sjá skjal sem dómarar keppninnar munu fylgja. Gangi ykkur öllum vel! 

Við minnum á fésbókarhóp leiðbeinenda auk þess sem leiðbeinendum og öðrum er bent á að hafa samband við Birgi á birgira[hjá]hi.is  eða Hjörvar á hjorvar[hjá]hi.is eða í síma: 525-4207 ef eitthvað er óljóst.

Keppnisbrautin í ár

By | Fréttir | No Comments

Líkt og áður hefur komið fram er þema keppninnar í ár VATN (HydroDynamics). Nú styttist verulega í að verkefni keppninnar verði gerð opinber en það verður gert þann 29.ágúst. Ástæða þess að verkefnin eru opinberuð á sama tíma alls staðar er svo allir keppendur sitji við sama borð og enginn hafi forskot þegar kemur að því að leysa þrautirnar. 

Nú hafa vonandi öll keppnislið fengið sínar brautir í hendur og geta því byrjað að setja hana saman til að vera tilbúin þegar verkefnið verður kynnt. Hér má sjá hvernig brautin lítur út í ár en sama snið er á keppnisborðinu um allan heim. 

Ástæða er til að minna á fésbókarhóp leiðbeinanda þar sem leiðbeinendur geta skipst á skilaboðum um gang æfinga. Eins er vert að minna á tengiliði keppninnar sem nálgast má með því að smella hér.

Keppnin í ár

By | Fréttir | No Comments

FIRST® LEGO® League (FLL) keppnin árið 2018 

verður haldin laugardaginn 10. nóvember.

Þemað í ár er “Á Sporbraut” ( e. Into Orbit).

Nánari upplýsingar munu verða settar hér inn þegar nær dregur.

Helstu dagsetningar:

  • 25. maí – Skráningu til þátttöku lýkur.
  • 1. ágúst – Keppnisbrautin og þrautirnar opinberaðar.
  • 10. nóvember – First Lego League Ísland keppnin fer fram í Háskólabíó.

Leiðbeinendur eru hvattir til þess að fylgjast með uppfærslum á hjálparsíðu FLL á Facebook.

Ferðasagan til Tenerife – FIRST LEGO League 2015-16

By | Fréttir | No Comments

Haustið 2015 tók Vopnafjarðarskóli í fyrsta skiptið þátt í FIRST LEGO League á Íslandi. Ákveðið hafði verið að þetta yrði skyldunámsefni í 7. bekk og því tóku allir níu nemendur bekkjarins þátt í verkefninu. Væntingar voru hófstilltar þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem skólinn tók þátt í keppninni. Það kom því skemmtilega á óvart þegar lið skólans, „Drekarnir,“ sigraði keppnina. Stoltir keppendur sneru heim að keppni lokinni með bikar, verðlaunafé og réttindi til þátttöku í áframhaldandi keppni erlendis.

Ákveðið var að taka þátt í keppni á Tenerife þar sem 90 lið mættust frá 40 löndum, auk sextán liða yngri keppenda í FIRST LEGO League Junior. Þá hófst mikil vinna, enda að mörgu að huga fyrir keppnisferð af þessu tagi. Það þurfti að bæta við þrautum í þrautabraut, þýða rannsóknarverkefnið yfir á ensku, búa til kynningu á landi og þjóð, og útbúa veggspjald eftir forskrift keppninnar um vinnuferlið. Síðast en ekki síst þurfti að safna fé til ferðarinnar og var fjáröflunin að mestu í höndum foreldra. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja og stonfana styrktu hópinn, auk þess sem haldinn var opinn dagur þar sem verkefnið var kynnt. Þar var einnig hoppukastali fyrir börnin og gestir gátu keypt sér kaffi og meðlæti. Við erum mjög þakklát fyrir þessa aðstoð, en án hennar hefði ekki verið hægt að taka þátt í keppninni úti.

Þann 29. apríl var komið að brottför frá Vopnafirði. Snemma morguns mættu níu nemendur, tveir kennarar og þrír foreldrar í skólann. Þennan dag var mikill snjór var á heiðum og ófærð, en þarna sannaðist að gott er að eiga góða að því Vegagerðin flýtti opnun þennan morguninn svo hópurinn gæti mætt á réttum tíma í flug til Reykjavíkur. Föstudagurinn fór í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu, svo sem í Marel, Alþingishúsið og CCP. Þessar heimsóknir voru mjög skemmtilegar og lærdómsríkar.

Snemma á laugardagsmorgni var flogið til Tenerife. Þar sem keppnin hófst ekki fyrr en á miðvikudegi var fyrstu dögunum varið í slökun og skemmtun á „Amerísku ströndinni.“ Mánudeginum var öllum eytt í vatnsleikjagarðinum Siam Park, þar sem allir skemmtu sér mjög vel en nokkrir náðu sér í full mikið af sól. Á þriðjudeginum var farið í dýragarðinn Jungle Park og þaðan komu allir heim með mynd af sér með fuglum af ýmsu tagi og sæljóni sem gaf koss á kinn. Þar að auki rölti hópurinn um hverfin og skoðaði mannlífið …og svolítið af búðum.

Á miðvikudegi hófst alvaran þar sem mætt var í ráðstefnuhöllina Recinto Ferial í Santa Cruz til skrásetningar og uppsetningar á básnum okkar. Mikið líf var fyrir utan hölllina og strax þá byrjuðu lið að spjalla saman.

Fimmtudagur fór í æfingar í þrautabrautinni ásamt því að tekið var á mótu gestum í básnum okkar, frætt um verkefni, land og þjóð og boðið upp á harðfisk og íslenskt súkkulaði. Einnig gafst færi á að skoða verkefni annarra liða og rölta á milli og spjalla. Dagurinn endaði síðan á flottri setningu keppninnar þar sem öll lið gengu með karnivalstemmingu í skrúðgöngu inn í ráðstefnuhöllina.

Á föstudaginn hófst sjálf keppnin og var keppnin í hámarki. Keppt var á þrautabraut og þá mætti liðið einnig fyrir dómara.

Liðsfélagarnir útskýrðu forritun og hönnun vélmennisins fyrir dómurunum, kynnti rannsóknarverkefnið sem fjallaði um endurvinnslu á fatnaði og leysti úr samvinnuverkefni. Eftir það tóku við óundirbúnar fyrirspurnir og fékk hópurinn þá tækifæri til að sýna framúrskarandi enskukunnáttu sína.

Laugardagurinn var lokadagur keppninnar og síðasti dagurinn okkar á Tenerife. Þann dag var í síðasta sinn keppt á þrautabraut. Þá komu dómarar og skoðuðu básinn okkar, spjölluðu við okkur um verkefnið og það sem var til sýnis á básnum. Því miður þurftum við að leggja af stað heim áður en keppni var lokið og misstum við því af verðlaunaafhendingu og lokahófi. Það var óneitanlega mikil synd þar sem hópurinn var byrjaður að mynda góð tengsl við aðra keppendur og hefðu örugglega styrkt þau enn frekar á síðustu klukkustundunum.

Það var glaður en þreyttur hópur sem kom heim á Vopnafjörð um miðjan dag á sunnudegi eftir níu daga ævintýri.

Þrátt fyrir að Drekarnir hafi ekki náð háu stigafjölda í þrautabrautinni sjálfri og ekki komið heim með verðlaun, þá er lærdómur ferðarinnar mikill og reynslan eitthvað sem hópurinn kemur til með að búa að alla ævi.

Við viljum að lokum þakka öllum sem aðstoðuðu okkur á einn eða annan hátt að gera þessa ferð okkar mögulega.

Drekarnir

Frá Vopnafjarðarskóla

Áslaug Dóra Jörgensdóttir, Bergþóra Marín Sveinsdóttir, Filippus Freysson, Hallmar Arnarsson, Hjálmar Þráinsson,
Hera Marín Einarsdóttir, Marta Elísdóttir, Mikael Viðar Elmarsson og Sindri Þorsteinsson.

FIRST LEGO League á Íslandi 2017

By | Fréttir | No Comments
FLL

Hydro Dynamics er þemað í ár.

FIRST LEGO League keppnin árið 2017 verður haldin 11. nóvember í Háskólabíói. Markmiðið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni.

Uppselt er orðið í keppnina og tekur flottur hópur ungs fólks þátt. Þemað í ár er Vatn en þrautinar sem nemendur eiga að leysa verða kynntar þann 29.ágúst.